Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Íris Dögg Lárusdóttir ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur, stofnanda Sigrúnarsjóðs, í gær er hún fékk styrkinn úr sjóðnum. kristinn ingvarsson Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira