Miðflokksmenn vilja banna ljósmyndun innan og utan dómhúsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 15:56 Þorsteinn telur það geta haft áhrif á sakborninga, vitni og fleiri ef þeir eiga von á myndatökum á leið til þinghalds. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00