Fleiri fréttir

Vilja koma Hrísey á kortið

Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna.

„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“

Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Meintum leka fyrrverandi starfsmanns Seðlabankans til fréttamanns RÚV um Samherjamálið hefur verið vísað til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS

Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS.

Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu

Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins.

Þrjú látin laus úr haldi

Þrjú sem handtekin voru í tengslum við dauða þeirra 39 sem fundust í gámi vörubíls í Essex hafa verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga

Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi á síðustu árum nema í sveitarfélaginu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála býr. Það er Hrunamannahreppur en Sigurður Ingi býr á bænum Syðra Langholti.

90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns

90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana.

Íbúð alelda í Reykjanesbæ

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar.

Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti

Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða.

Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri

Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn.

Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglumaður er sakaður um að hafa hindrað framgans máls sonar síns sem var kærður fyrir of hraðan akstur, Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir