Fleiri fréttir

Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus

Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember.

Lykilfærni fyrir lífið

Félags- og tilfinningafærni er grundvallarfærni fyrir farsæla skólagöngu, sem þarf að fá meiri fókus í skólakerfinu.

Mikil fjölgun dauðsfalla heimilislausra

612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum.

Japanir heiðra höfund Súper Maríó bræðra

Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins.

Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi

Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi.

Síðasta skipið í haust fór í gær

Samtals 183.107 farþegar komu til Íslands með skemmtiferðaskipum á þessu ári. Síðasta skip sumarsins sigldi úr Sundahöfn eftir miðnætti í fyrrinótt.

Kia XCeed frumsýndur í Öskju um helgina

Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 á laugardaginn klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur.

Altari úr mannabeinum hjá eiturlyfjahring

Lög­reglan í Mexíkó­borg fann altari, sem að hluta til var gert úr manna­beinum, í at­hvarfi eitur­lyfja­hrings. Að sögn lög­reglu­yfir­valda Mexíkó­borgar fundust 42 höfuð­kúpur, 40 kjálka­bein og 31 bein úr hand- eða fót­leggjum. Einnig fannst manns­fóstur í krukku í húsinu.

Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða

Fjögur íslensk fyrirtæki eru aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Verkefnið felst í því að meta stöðu jafnréttis í fyrirtækjum og að fyrirtæki setji sér markmið í jafnréttismálum. Fleiri stofnanir og fyrirtæki standa nú í aðildarviðræðum.

Ætlar ekki að borga

"Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi.

Hafna mála­til­búnaði tón­fræðings Jóhanns

Lög­menn fyrir­tækja sem Jóhann Helga­son stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á mála­til­búnaði tón­listar­fræðings sem vann á­lits­gerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles.

Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg

Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu.

Veita útigangskisum mat og skjól

Nágrannar í Hafnarfirði hafa árum saman séð um villiketti sem hafast þar við í hrauninu. Þau hafa látið gelda um þrjátíu ketti til að koma í veg fyrir frekari fjölgun en færa þeim nú mat og gæta þess að köttunum líði vel.

Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna

Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn starfsmaður á Keflavíkurflugvelli.

Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið.

Nýir samningar um betri lífsgæði í hverri viku

Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa.

Segir kæru Jarðarvina ekki vera í anda vísindanna

Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum, segir furðulegt að Jarðarvinir þrýsti á Náttúrustofu Austurlands til að birta ótímabærar niðurstöður sem ekki sé hægt að styðja með marktækri rannsókn. Slík rannsókn yrði að taka til nokkurra ára.

Sjá næstu 50 fréttir