Fleiri fréttir

Milla Ósk úr Efstaleiti til aðstoðar Lilju

Milla Ósk Magnúsdóttir, sem undanfarin ár hefur starfað sem fréttamaður hjá RÚV, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku.

Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni

Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið.

Slysaskot lögregluþjóna tíð og þörf á meiri þjálfun

Slysaskot lögregluþjóna og starfsmanna annarra öryggisstofnanna Bandaríkjanna eru tíð. Á undanförnum árum hafa hundruð lögregluþjóna, grunaðra glæpamanna og almennra borgara slasast og jafnvel dáið í slysaskotum.

Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ

Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna.

Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum

Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild.

Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu

Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði.

Boris og fé­lagar á siglingu

Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation.

Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi

Nemendur Skarðshlíðarskóla hlaupa 1,6 kílómetra á hverjum skóladegi. Skólastjórinn segir hreyfinguna skila árangri í skólastarfinu og ekki veiti af aukahreyfingu. Í nýrri rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar kemur einmitt fram að aðeins 20% barna hreyfi sig nóg.

Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One

Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði.

Laufabrauðsstemming á Selfossi

Það er hefð hjá mörgum fjölskyldum fyrir jól að koma saman og gera laufabrauð. Fjölskylda á Selfossi hefur gert þetta í fleiri, fleiri ár.

Eitt versta veðrið fram­undan í vikunni

Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Sjá næstu 50 fréttir