Fleiri fréttir

Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg

Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði.

Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi

Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005.

Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni

Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn yfirlæknis. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tveir í einangrun eftir komuna til Seyðisfjarðar

Um fjögur hundruð farþegar Norrænu sem komu til landsins í gær þurftu að fara í sýnatöku við komuna en 634 farþegar voru um borð í skipinu. Tveir farþeganna reyndust smitaðir af kórónuveirunni.

Þurftu að stöðva flóðið

Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna.

Göngukona slasaðist í Tálknafirði

Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út klukkan tvö í dag vegna göngukonu sem slasast hafði á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í Tálknafirði.

Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots

Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva.

Hryðjuverkalögum Duterte sagt beint gegn andstæðingum hans

Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru.

Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar

Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við.

Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong

Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011.

Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi

Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin.

Ríkisstjórn Frakklands hættir

Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins.

Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu

Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi.

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könn­un J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.

Geðræktarstöð á Suðurnesjum lokað vegna smits

Skjólstæðingur Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, hefur greinst með kórónuveirusmit. Af þeim sökum hafa tíu aðrir notendur Bjargarinnar verið skikkaðir í sóttkví og Björginni verið lokað meðan unnið er að sótthreinsun.

Lögreglan leitar að Maríu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í nótt eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur, 43 ára, til heimilis í Grafaravogi í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir