Fleiri fréttir

Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur

Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur.

Hafa fengið fjöl­margar á­bendingar um lé­legar bruna­varnir

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög.

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónur króna í miskabætur.

Hiti víðast hvar yfir meðallagi í júní

Meðalhiti í Reykjavík í júnímánuði var 10,2 stig. Er það 1,2 stigum yfir meðallagi sama mánaðar áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong

Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt.

Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa

Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs.

Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn

Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins.

Sam­verka­kona Ep­stein hand­tekin af FBI

Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI.

UN Women tíu ára í dag

Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women.

Sakfelldur fyrir árás á Rauða húsinu

Manni sem sló annan í andliti með glasi á veitingastað á Eyrarbakka vorið 2017 hefur nú verið gert að greiða fórnarlambi sínu rúma hálfa milljón króna í bætur auk þess að hann hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm.

„At­vik“ í úranauðgunar­stöð í Íran

Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina.

Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði

Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku

Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna.

Dular­fullur fíla­dauði í Botsvana

Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda.

Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju

Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi

Xi óskar Guðna til hamingju

Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi.

Nýr Citroen C4 rafbíll

Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen.

Sjá næstu 50 fréttir