Fleiri fréttir

Fjöldi sýna yfir afkastagetu

Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum.

Myndband sýnir mikla vatnavexti í Kaldaklofskvísl

Miklar vatnavextir eru nú í ám á hálendinu vegna rigninga. Myndband frá Landsbjörg sýnir glöggt ástandið í Kaldaklofskvísl við Hvanngil þar sem bjarga þurfti ökumanni jeppa sem festa sig í ánni í morgun.

Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann

Öfgamaðurinn Stephan Ernst hefur viðurkennt öðru sinni en nú frammi fyrir dómara í Frankfurt að hafa myrt stjórnmálamanninn Walter Lübcke, fyrrverandi ríkisstjóra þýska sambandsríkisins Hesse.

Rafmagn komið aftur á í Eyjafirði

Tekist hefur að koma rafmagni á til allra notenda sem urðu fyrir truflun eftir að útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli rafmagnsleysi í Eyjafirði

Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík.

Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar

Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju.

Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra

Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu.

Beið á þaki bílsins í tvær klukkustundir

Ökumaður sem var á leið yfir Kaldaklofskvísl við Hvanngil í morgun festi bíl sinn í ánni og þurfti að koma sér upp á þak bifreiðarinnar til að forða sér frá vatni sem flæddi inn.

Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni

„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni.

Um­ferð á höfuð­borgar­svæðinu dregst saman

Umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman um 3,4 prósent milli áranna 2019 og 2020. Umferð á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum hefur þá dregist saman um 8,9 prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári.

300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút

Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar.

Neil Young höfðar mál gegn Trump

Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis.

Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra, segir stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar og sakar þá jafnframt um að hafa látið stefnumálin ekki skipta neinu máli.

Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann telur að láta eigi af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.

Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir

Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns,

Rafbíllinn Peugeot e-2008 frumsýndur

Brimborg frumsýnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-2008 100% hreinan rafbíl með góða veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni.

Áfram „sæmilega hófleg“ rigning

Veðrið sem varað var við í nótt fer nú að ganga niður en gular storm- og rigningarviðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi fram eftir morgni.

Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár

Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð.

Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða

Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar.

Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter

Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir