Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni.

Umferð um Hringveginn jókst milli mánaða

Umferð um Hringveginn jókst um 13% milli júní og júlí en þrátt fyrir þá aukningu var umferðin 3,4% minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem birt voru á vef Vegagerðarinnar í dag.

200 viðskiptavinir algjört hámark

Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra.

Skimunartjald rís við Suðurlandsbraut

Unnið er að því þessa stundina að koma upp tjaldi við Orkuhúsið við Suðurlandsbraut, þar sem ökumenn geta farið í kórónuveirupróf.

Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin

Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst.

Endurtaka sig fyrir unga fólkið

Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa.

Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi

Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk.

Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar

Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast.

Þrír Ólafs­vöku­gestir greindust með Co­vid

Tvö innanlandsmit hafa verið staðfest í Færeyjum og voru báðir einstaklingarnir sem greindust með Covid-19 sjúkdóminn staddir á Ólafsvöku sem fór fram í Þórshöfn um helgina.

Þrjú ný innanlandssmit

Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðasta sólarhringinn.

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Reni Santoni látinn

Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Fundust heilir á húfi á eyði­eyju

Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar.

Elon Musk: Tesla Cybertruck hannaður án markaðsrannsókna

Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Musk hefur viðurkennt að Cybertruck hafi verið hannaður án rannsókna á óskum og þörfum markaðarins. Hann segir að ef Cybertruck seljist illa þá muni Tesla framleiða hefðbundnari pallbíl í staðinn.

Hlupu frá lögreglu þegar ekki var hægt að aka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um ökumann sem talið var að gæti verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ökumaðurinn og farþegi reyndu að flýja frá lögreglu.

Milljónum aftur gert að halda sig heima

Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið.

Tony Blair segir John Hume hafa talað í sig kjark

John Hume sem var einn aðalhvatamaðurinn að föstudagsins langa friðarsamkomulaginu á Norður Írlandi er látinn. Tony Blair segir Hume hafa talað í hann kjark til að ná fram friðarsamningum.

Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal

Fjöldi fólks notaði verslunarmannahelgina til að heimsækja Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi til að njóta fegurð náttúrunnar á svæðinu.  Margir stungu sér til sunds í Gjánni.

Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars

Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni.

Sér­fræðingar undir stjórn WHO leita upp­runa Co­vid-19

Frumrannsókn sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og frá Kína hafa lokið frumathugun á uppruna Covid19 veirunnar. Nú er að hefjast viðameiri rannsókn til að finna nákvæmlega hvar veiran flutti sig úr dýrum í menn.

Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því Jónas Tómasson hóf rekstur bókaverslunar á Ísafirði sem þrjár kynslóðir ráku síðan í 86 ár en í dag rekur Penninn Eymundsson verslunina. Í dag var opnuð sýning á munum og ljósmyndum úr rekstrinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Sjá næstu 50 fréttir