Fleiri fréttir

Hver er þessi Kamala?

Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum.

Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga

„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi.

Hyundai Motor Group kynnir nýtt miðstöðvarkerfi

Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum.

Varaðir við hættunni í síðasta mánuði

Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina.

Miðbæ Chicago lokað vegna óláta

Aðgangur að miðborg Chicago-borgar verður heftur í nótt eftir óeirðir og eyðileggingu í kjölfar þess að lögregla skaut grunaðan mann í borginni á sunnudagskvöld.

Áfram átök í Minsk

Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna.

Óttast að skipið gæti brotnað í tvennt

Yfirvöld eyríkisins Máritíus segjast óttast að flak flutningaskipsins MV Wakashio gæti brotnað í tvennt en stórar og miklar sprungur hafa myndast á ytra byrði þess.

Til greina komi að herða tökin á landamærunum

Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi.

Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið

Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir koma til greina að herða tökin á landamærunum. Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi í vetur.

Sprenging í Baltimore

Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag.

Þurfti að gista inn í skála í Básum vegna vatnavaxta

Talsverðri úrkomu er spáð á Suður- og Vesturlandi í dag og útlit fyrir vatnavexti í ám og lækjum. Skálavörður í Básum segir að rignt hafi linnulaust frá því í fyrradag og að nánast ófært sé á svæðinu.

Svona var hundraðasti upplýsingafundur almannavarna

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er hundraðasti fundurinn sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa haldið frá því í lok febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir