„Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 15:14 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira