Fleiri fréttir

Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna

Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna.

Sakar ríkislögreglustjóra um að „skipta um hest í miðri á“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla

Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum

Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð.

Gripin með fimmtán kíló af kannabis

Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana.

Andlát: Þóra Hallgrímsson

Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin.

Alvarlegt umferðarslys við Dritvík

Tveir voru fluttir á Landspítalann með TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir alvarlegt umferðarslys við Dritvík á Snæfellsnesi.

Lægð nálgast úr suðvestri

dag er spáð fremur hægri suðvestlægri átt með lítilsháttar vætu hér og þar, en þurru og björtu veðri á Suðausturlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Allir reyndust vopnaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók síðdegis í gær þrjá einstaklinga eftir að hafa stöðvað bíl þeirra. Mennirnir þrír eru allir grunaðir um brot á vopnalögum.

Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi

Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum.

Elding varð tíu börnum að bana

Tíu börn létust í borginni Arua í Úganda eftir eldingu laust niður í kofa þar sem þau leituðu skjóls í miklu rigningarveðri.

133 starfsmönnum Isavia sagt upp

133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrist. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví

Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví.

Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll

Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum.

Hertari sóttvarnarráðstafanir þýði röskun á skólastarfi

Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi.

Sjá næstu 50 fréttir