Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir á landinu, um 16,5 prósent. 

Formaður verkalýðsfélags segir marga ekki ná endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Horfa má fréttirnar hér.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að tilkynnt hafi verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar. 

Við förum í heimsókn til á kaffistofu Samhjálpar sem fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann og við skoðum yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar á listasafninu á Akureyri. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×