Fleiri fréttir

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug

Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá.

Bíll ársins - Volkswagen ID.4

Volkswagen ID.4 varð hlutskarpastur í vali BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á Bíl ársins. Verðlaunin voru veitt í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús

Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala.

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

Ríkis­stjórnin hafi staðist prófið með prýði

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld.

Segir á­hyggjurnar af stjórnar­sam­starfinu hafa raun­gerst

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021.

Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi.

„Faðm­lag stjórnar­flokkanna er kæfandi fyrir einka­rekstur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“

„Bilið milli al­mennings og fárra auð­jöfra eykst“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður.

Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu

Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar.

Bein út­sending: Eld­hús­dags­um­ræður á Al­þingi

Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:30 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 22. Alls eru 23 þingmenn á mælendaskrá – þrír úr hverjum flokki að frátöldum Flokki fólksins, þar sem báðir þingmenn þess flokks munu taka til máls.

Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“

Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi.

Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði

Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Níu hópnauðgunarmál hafa komiðá borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári - með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi.

UN Wo­men fjar­lægir allt markaðs­efni með Auði

UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.

Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu.

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Mjótt á munum í Perú

Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin.

Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum.

Hunda­eig­andinn í Noregi á­kærður vegna dauða barnsins

Lögregla í Noregi hefur ákært eiganda hundanna tveggja sem urðu átján mánaða barni að bana í Brumunddal, um 130 kílómetra norður af Osló, á laugardaginn. Barnið var í heimsókn hjá ættingjum þegar atvikið átti sér stað.

Efast um getu landlæknis

Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka en útboð hófst í morgun. Markaðsvirði bankans er talið um 150 milljarðar króna. 

Ryzykują życie dla zdjęcia

Przy wodospadzie Dettifoss zaobserwowano dwie osoby, które zbliżyły się za bardzo do krawędzi klifu.

Sjá næstu 50 fréttir