Fleiri fréttir

Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu

Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum.

Vonast til að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm í dag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til þess að einangrunartími hér á landi vegna Covid-19 verði styttur úr sjö dögum í fimm. Skoðun á því sé unnin í samvinnu við Covid-göngudeild Landspítalans.

Elín Björk bætist í odd­vita­slag VG í borginni

Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð

Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi

Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala.

Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut

Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.

Ragnar á Brandenburg stígur til hliðar

Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna viðtals við barnsmóður sína sem sakar hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram

„Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi.

Víða tals­vert frost í nótt en dregur úr því með morgninum

Veðurstofan spáir norðan og norðvestan kalda eða strekkingi í dag og snjókomu eða él, en úrkomulitlu veðri sunnanlands. Það hefur víða verið talsvert frost í nótt en það dregur úr því með morgninum og verður frost á bilinu eitt til níu stig eftir hádegi.

Mun hrapa í Kyrra­haf árið 2031

Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun.

Toyota með flestar nýskráningar í janúar

Toyota nýskráði 129 ný ökutæki á fyrsta mánuði ársins. Þar af voru 109 fólksbifreiðar og 20 sendibifreiðar. Land Cruiser var mest selda undirtegundin með 35 eintök seld. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við

Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir.

Władze planują zniesienie kolejnych obostrzeń

Podczas ostatniej konferencji prasowej epidemiolog Þórólfur Guðnason powiedział, że władze planują zniesienie obowiązujących obostrzeń jak najszybciej to będzie możliwe.

Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19

Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum.

Nem­endur og starfs­fólk harmi slegið

Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Engin töl­fræði til um byrlanir

Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata.

Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

„Við erum svo hoppandi glöð“

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum.

Lilja Björg vill á­fram leiða í Borgar­byggð

Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar.

Svíar aflétta öllum takmörkunum

Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu

Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna.

Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

Sjá næstu 50 fréttir