Fleiri fréttir

Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Parkódín znika z aptek

Islandzka Agencja Leków wydała w środę oświadczenie, że pacjenci chorzy na COVID-19 mogą kupić 10 tabletek Parkódín bez recepty. Decyzja ta doprowadziła do tego, że w aptekach pojawiła się bardzo duża liczba klientów i nagle wzrosło zapotrzebowanie na ten lek.

Segir sjald­gæft að raf­ræn skil­ríki séu mis­notuð

Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og að Pútín eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.

Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína.

Helga Guð­munds­dóttir er látin 104 ára

Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur.

„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu.

Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda

Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun.

Sam­þykkja að Fujimori skuli sleppt úr fangelsi

Stjórnlagadómstóll Perú hefur úrskurðað að forsetanum fyrrverandi, Alberto Fujimori, skuli sleppt úr fangelsi. Hann hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 eftir að hafa verið dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér.

Stúdent lagði Vörð í deilu um bóta­upp­hæð

Stúdent sem lenti í bílslysi árið 2018 og átti bara eftir að skila BS-ritgerð til að klára háskólanámið, lagði tryggingafélagið Vörð í héraðsdómi í vikunni. Stúdentinn fór fram á að bætur, sem henni voru greiddar, miðuðust við meðallaun viðskiptafræðinga sem hann var við það að verða.

Ís­land fellur í þriðja sætið á hamingju­listanum

Ísland fellur niður í þriðja sætið, úr öðru sætinu, á árlegum lista World Happiness Report þar til tilraun er gerð til að mæla hamingju þjóða. Finnar skipa sem fyrr efsta sæti listans, fimmta árið í röð.

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herrann hand­tekinn

Lögregla í Búlgaríu handtók í gær forsætisráðherrann fyrrverandi, Boyko Borissov, í tengslum við rannsókn á fjármálamisferli. Rannsóknin snýr að því hvort að styrkir frá Evrópusambandinu hafi verið misnotaðir.

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu

Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna.

Fann tvo unga drengi sem hafði verið leitað í mánuð í Ama­son

Tveir ungir drengir af frumbyggjaættum eru komnir í leitirnar eftir að þeirra hafði verið leitað í fjórar vikur í regnskógum Amasón í Brasilíu. Það var skógarhöggsmaður sem fann drengina fyrir tilviljun á þriðjudag og hafa þeir nú verið fluttir á sjúkrahús.

Dregur úr vindi og úr­komu í dag

Veðurstofan spáir allhvassri suðvestanátt með éljagangi í fyrstu og eru gular viðvaranir í enn í gildi um landið sunnan- og vestanvert fram eftir morgni.

Biden og Xi ræðast við í dag: Hvað gera Kínverjar?

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jingping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag klukkan 13 að íslenskum tíma. Um er að ræða fyrsta samtal leiðtoganna frá því í nóvember í fyrra og frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Ólafur Þór leiðir VG í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður, mun leiða lista Vinstri Grænna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.

Flensan farin á flug

Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir.

Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagn­rýnir við­brögð lög­reglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til.

Putin segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga

Rússlandsforseti segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga og muni sjá til þess að koma sannleikanum stöðugt á framfæri við umheiminn. Rússar séu nú ofsóttir í mörgum vestrænum ríkjum þar sem rússnesk menning sé bönnuð.

Sjá næstu 50 fréttir