Innlent

Nef­brotinn eftir líkams­á­rás í mið­bænum

Atli Ísleifsson skrifar
Nóttin virðist hafa verið nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má tilkynninguna í morgun.
Nóttin virðist hafa verið nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má tilkynninguna í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að maður óskaði eftir aðstoð eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni, en ekkert segir þar um hvenær árásin átti sér stað. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögregla bar að garði, en sá sem fyrir árásinni var er talinn hafa nefbrotnað.

Lögregla var einnig kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi dottið í miðbænum. „Skurður á höfði og viðkomandi fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Einnig var tilkynnt um þriggja bíla árekstur á höfuðborgarsvæðinu – í því hverfi sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Eru allir bílar sagðir óökufærir og voru þeir fluttir á brott með dráttarbíl, en engin slys urðu á fólki. Ekki er gefið upp hvar nákvæmlega slysið átti sér stað eða hvenær í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×