Fleiri fréttir

Vil­hjálmur nýr for­maður Starfs­greina­sam­bandsins

Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu.

Rúmlega helmingur allra barna í Úkraínu verið hrakinn á flótta

Í gær var mánuður liðinn frá því Rússar hófu innrás í Úkraínu með þeim afleiðingum að alls 4,3 milljónir barna, ríflega helmingur allra barna í Úkraínu, hafa neyðst til að flýja heimili sín. Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 1,8 milljónir barna flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og 2,5 milljónir barna eru á vergangi innanlands.

Sigurður Torfi leiðir lista VG í Ár­borg

Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld.

Sam­mælast um vopna­hlé í Tigray-héraði

Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum.

Bein útsending: Hafa víðerni virði?

Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hvert er viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til víðerna?

Berg­hildur Erla, Sunna Karen og Kompás til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa

Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár.

Arna Ír leiðir Samfylkinguna í Árborg

Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg í gærkvöldi var samþykktur einróma framboðslisti vegna sveitastjórnarkosninga þann 14.maí næstkomandi.

Mikil bleiking í Kóral­rifinu mikla

Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana.

Sandra leiðir lista Okkar Hvera­gerðis

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær.

Skil mjakast norð­austur yfir landið

Skil mjakast norðaustur yfir landið í dag og fylgja þeim austan og suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma. Reikna má með hægari vindi um landið austanvert og að víða verði vægt frost.

Myndband: Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T í spyrnu

Kapphlaupið um fyrsta rafpallbílinn er búið og markaðurinn stækkar ört. Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T eru meðal þeirra sem eru í boði. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þá í spyrnu, bæði úr kyrrstöðu og í rúllandi ræsingu.

Úkraínumenn snúa vörn í sókn

Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði.

Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa

Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna.

Röskva vann aftur stórsigur en missir einn fulltrúa

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, tryggði sér fimmtán fulltrúa af sautján í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en úrslitin voru tilkynnt í kvöld. Vaka – hagsmunafélag stúdenta, bætir við sig einum fulltrúa milli ára.

Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref

Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 

Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata

Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur.

Byrjað að rýma á Asóreyjum

Yfirvöld á Asóreyjum hafa byrjað að flytja fólk á brott sem býr nálægt ströndinni en óttast er að eldgos gæti hafist á eyjunum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á eyjunum síðustu daga.

Á­rásar­maðurinn í Mal­mö vildi verða kennari

Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað.

Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum

Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu.

Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni

Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna.

„Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsi­verðu broti“

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Hernaðaraðstoð aðildarríkjanna við Úkraínu verður aukin en ekki nægjanlega að mati forseta landsins.

Fyrstu flótta­mennirnir komnir með sjúkra­tryggingu

Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

Ćwiczenia wojskowe w Islandii

Na początku kwietnia na Islandii i na morzu wokół kraju odbywać się będą ćwiczenia obronne Norður-Víkingur 2022.

Islandia wznawia polowania na wieloryby

Po trzyletniej przerwie, islandzka firma wielorybnicza Hvalur hf. ogłosiła wznowienie polowań na wieloryby. Wiadomość ta nie została dobrze odebrana przez branżę turystyczną.

Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu

Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt.

Flestir laun­þegar fá launa­hækkun 1. maí

Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur.

Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Munu kjósa milli fjögurra nafna á sam­einuðu sveitar­fé­lagi

Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar.

Sjá næstu 50 fréttir