Fleiri fréttir

Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina

Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade

Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt.

Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu

Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar.

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir.

Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir

Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%.

Sjö mánaða fangelsi fyrir í­trekaðan akstur undir á­hrifum vímu­efna

Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. 

Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu

Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði.

Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Wypadek w Þorlákshöfn

W czwartek, w Þorlákshöfn doszło do wypadku przy pracy, w wyniku którego poważnie ranny został mężczyzna, który spadł z rusztowania.

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs

Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra.

Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“

Hildur, Dagur og Dóra mætast í Pallborðinu

Tæpar tvær vikur eru til kosninga og búast má við heitum umræðum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 í dag þegar oddvitar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Pírata mætast.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um strandveiðarnar sem hófust í morgun en búist er við að um og yfir sjöhundruð bátar taki þátt þetta sumarið.

Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal

Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10.

Ölvaðir menn til vand­ræða

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

58,5% aukning nýskráninga á milli ára

Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag

Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað.

Níð­stöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdra­vitund“ for­tíðarinnar

Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við formann Eflingar sem segir brýnt að fólk standi saman.

Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði

Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði.

Sjá næstu 50 fréttir