Fleiri fréttir

Vonar að konan taki því fagnandi að sjá meira af honum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum.

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Haukur Viðar á Heklunni vann tvöfalt en bilun í nýja mótornum

Sindra torfæran fórm fram á Hellu síðustu helgi þar sem eknar voru tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins í torfæru. Fyrri umferðin á laugardag og seinni á sunnudag. Vel var mætt í brekkurnar báða daga og mikið var um tilþrif. Haukur Viðar Einarsson á Heklu gerði sér lítið fyrir og vann báða dagana og er þar af leiðandi kominn með gott forskot í Íslandsmótinu þar sem eknar verða fimm keppnir í viðbót.

Sam­veru­stund með stjörnu­spekingi breyttist í mar­tröð

Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát.

Reynslulaus farþegi lenti flugvél

Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni.

Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð

Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana.

Skóla­mál ofar­lega á blaði í Reykja­nes­bæ

Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna.

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum

Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu.  Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Grunaður um nauðgun, ráns­til­raunir og líkams­á­rásir

Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um mörg brot á undanförnum vikum, þar á meðal nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mótorhjólaslys í Laugardal

Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Maður lést við Hengifoss

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við kerfisáhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kappræður í borginni í beinni á Stöð 2 klukkan 18:55

Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld. Við sama tilefni verður greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu um fylgið í borginni. 

Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara

Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag.

Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám

Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika.

Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig á hverjum degi

Hinn níu ára gamli Aron Gauti Arnarsson er með fjórlömun, sem er tegund af Cerebral Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar barna. Móðir hans segist hafa mikla trú á íslenskum leikjaiðnaði og veðjar á að lausnir á því sviði muni koma til með að bæta líf barna með fötlun til muna.

Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta

Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta.

Huld skipuð í em­bætti for­stjóra Trygginga­stofnunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu efnahagsmála hér á landi en sjóðurinn hefur nú lokið reglulegri heimsókn sinni til landsins.

Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni

Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur.

Ný­sjá­lendingar flýta frekari opnun landsins

Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt að fyrirhugaðri opnun landsins fyrir ferðamenn verði flýtt um tvo mánuði. Landamærin hafa stórum hluta verið lokuð fyrir ferðamönnum síðan í mars 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir