Fleiri fréttir

„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“

Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti.

Átök um hvort byggja eigi í hrauninu

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni.

Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll

Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar.

Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg

Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima.

Telja Hjalt­eyrar­hjón hafa byrlað börnum ó­lyfjan í Garða­bæ

Starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum árið 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu, jafnvel allan daginn.

Ein elsta íslenska álftin felld í Wales

Í byrjun apríl fannst tæplega þrítug íslensk álft í Pembroke-héraði í Wales. Álftin var særð og þurftu dýraverndunarsamtök að fella hana.

„Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“

Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot.

Að­eins eitt sem kemst að hjá Súð­víkingum fyrir kosningar

Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin.

Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi

Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum frá árinu 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu.

Sorpa og Reykja­víkur­borg undirrita maka­skipta­samning

Tveir samningar voru undirritaðir í dag, annars vegar um lóðarvilyrði fyrir umhverfisvæna byggingu við Ártúnshöfða. Hins vegar var undirritaður samningur um makaskiptasamning á lóðum milli Reykjavíkurborgar og SORPU bs.

Þrettán Færeyingar sæmdir riddarakrossi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í dag þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september árið 1970.

„Þetta er ó­á­sættan­leg staða og mjög alvar­leg“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið.

Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum

Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum.

Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks

Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Reynt að koma á sáttum í Flensborg

Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu.

Karl krón­prins flutti stefnu­ræðuna í fjar­veru drottningar

Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun Kompáss um trúarofbeldi og ræðum við sérfræðing í sértrúarsöfnuðum.

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar.

Rafræn skilríki í síma duttu út vegna uppfærslu

Uppfærsla hjá þjónustuaðila Auðkennis olli því að rafræn skilríki á farsíma virkuðu ekki í um tvo tíma í morgun. Rafræn skilríki eru notuð til auðkennis fyrir alls kyns þjónustu opinberra aðila, félaga og fyrirtækja.

Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos

Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum.

Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi

Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag.

Gæti reynst snúið að mynda meirihluta á Akureyri

Það gæti reynst snúið að mynda meirihuta í bæjarstjórn á Akureyri fari kosningarnar á svipaða leið og könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri frá síðustu viku gaf til kynna. Samkvæmt henni ná átta flokkar inn í bæjarstjórn, og sá níundi er ekki langt undan.

Bilun í rafrænum skilríkjum í morgun

Uppfært kl. 9.30: Kerfi Auðkennis með rafræn skilríki komust aftur í lag fyrir klukkan níu í morgun. Þjónustan hafði þá legið niðri frá því um klukkan sjö.

Allir starfs­menn Eflingar ráðnir tíma­bundið til hálfs árs

Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar.

Vetrar­legt um að litast á norðan­verðu landinu

Veðurstofan spáir norðan- og og norðaustanátt í dag þar sem víða verður átta til fimmtán metrar á sekúndu. Norðanáttinni fylgir nokkuð kalt loft og það verður heldur vetrarlegt um að litast á norðanverðu landinu, snjókoma eða slydda með köflum.

Píratar mælast stærri en Sjálf­stæðis­menn í borginni

Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa.

Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu

Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú.

Sjá næstu 50 fréttir