Reynslulaus farþegi lenti flugvél Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 23:01 Vélin var af gerðinni Cessna 208 líkt og vélin á þessari mynd. Vísir/Getty Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni. CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira