Fleiri fréttir

Handlék hníf innan um hóp ungmenna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Polestar tekið til viðskipta á Nasdaq

Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu.

Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis.

Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar

Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin.

Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám

Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang

Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Ekki bara minni­hlutar í fýlu­kasti

Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.

Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum

Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum.

Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“

Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. 

Ketilkaffi á Skógardeginum mikla í Hallormsstað

Það verður mikið um að vera í Hallormsstaðarskógi í Fljótsdal á morgun laugardag, því Skógardagurinn mikli fer þá fram. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, svo ekki sé minnst á ketilkaffið, sem boðið verður upp á að skógarmannasið.

Framsókn fer enn með himinskautum

Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju.

Zelensky ávarpar gesti Glastonbury

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade.

Breytti framburði um sofandi brotaþola

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum áhrifa lyfja og svefndrunga.

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjón­varpi Símans Premium

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk

Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa.

Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið.

Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið.

Varar við hamförum vegna matvælaskorts

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum.

„Kristján Loftsson búinn að einangrast“

Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær.

Wielorybnicy wrócili do połowów

Po raz pierwszy od prawie czterech lat, islandzcy wielorybnicy złapali wczoraj płetwala zwyczajnego. Oczekuje się, że wieloryb zostanie dziś wyciągnięty na brzeg.

Gert að fyrsta hvalnum í hvalstöðinni í morgun

Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær.

Útdeila peningum til eldri borgara vegna verðbólgu

Danska þingið samþykkti að gefa tekjulágum eldri borgara fimm þúsund danskar krónur skattfrjálsar hverjum til að vega upp á móti verðbólgu og háu orkuverði. Aðgerðin á ekki að ýta undir verðbólgu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn enn og aftur til umfjöllunar en veiran virðist síður en svo dauð úr öllum æðum og hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað talsvert.

Róbert Downey látinn

Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson er látinn 76 ára að aldri. 

Kristinn skipaður dómari við Land­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Kristins Halldórssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, í embætti dómara við Landsrétt frá 22. september 2022.

Play fagnar ári í há­loftunum

Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.

Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar

Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna.

Rangt að leggja um­ræðuna upp að sveitar­stjórar séu af­ætur á ís­lensku sam­fé­lagi

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin.

Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk

Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð.

Flaug til Mallorca eftir að hafa verið neitað um þungunarrof á Möltu

Bandarísk kona sem hefur ekki fengið að gangast undir þungunarrof á Möltu þrátt fyrir að hún sé að missa fóstur og að heilsa hennar sé í hættu, fékk í gær grænt ljós frá tryggingafélaginu sínu til að ferðast til Spánar til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Svalt loft yfir landinu og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Reiknað er með lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi, en annars bjart með köflum. Þó má búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu.

Sjá næstu 50 fréttir