Fleiri fréttir

Útilokar ekki að setjast í helgan stein

Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga.

Skógarmítlar og fola­flugur hafa numið land í Surts­ey

Folaflugur og skógarmítill eru meðal smádýra sem fundust í leiðangri vísindamanna til Surtseyjar fyrr í mánuðinum. Flugan fyrrnefnda hefur aldrei fundist áður í eyjunni en skógarmítill fannst síðast árið 1967 í Surtsey.

Tala látinna fer hækkandi og um­fangs­mikil leit stendur yfir

Að minnsta kosti nítján hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir því að tala látinna fari hækkandi og umfangsmikil leit stendur enn yfir.

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“

Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu

Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn.

Alfa Romeo ætlar óvænt að kynna nýjan sportbíl á næsta ári

Ítalski framleiðandinn, Alfa Romeo hefur gefið út að sportbíllinn sem er búið að bíða eftir lengi verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Bílinn mun svipa til T33 Stradake, samkvæmt yfirmanni verkefnisins hjá Alfa Romeo, Jean-Philippe Imparato. 

Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína

Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir.

Skjálfti í Mýr­dals­jökli

Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. 

Bjart­sýni og já­kvæðni á Einni með öllu

Hátíðin „Ein með öllu“ er haldin nú um verslunarmannahelgina á Akureyri, skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu. Hann vonar að Norðlendingar og gestir safnist saman og fagni því að geta hisst á ný.

Hvetja fólk til að yfir­gefa brekkuna á mið­nætti

Baráttuhópurinn Öfgar sendi nú fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja þjóðhátíðargesti að yfirgefa brekkuna þegar meintur gerandi stígur á svið. Gestir sýni þannig stuðning við þolendur í verki.

Guð­ríður Haralds­dóttir kveður Birtíng

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og prófarkalesari lauk sínum síðasta vinnudegi hjá Birtíngi í dag, hún segist kveðja með trega og þakklæti eftir tuttugu og tvö ár hjá fyrirtækinu.

Gott sumar í ferðaþjónustunni en ýmsar áskoranir fram undan

Ferðaþjónustan hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast upp bókað næstu mánuði. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina þó standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þar sem tryggja þurfi að framboð sé í takt við eftirspurn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verslunarmannahelgin er skollin á, sú fyrsta frá því kórónuveirufaraldrinum lauk. Tugir þúsunda Íslendinga eru á ferðinni um landið ásamt öðrum eins fjölda ferðamanna. Við tökum stöðuna á ýmsum mannfagnaði hér og þar og spáum í helgarveðrið.

„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum.

Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appa­lachia

Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. 

Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun.

Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukku­stundir

Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum.

Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði

Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins.

Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla

Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu.

Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna

Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður hitað upp fyrir stærstu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgina.

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Fær að nefna risa­eðluna eftir að hann keypti beina­grindina

Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.

Ára­tugur vafa­samra um­mæla grafi undan trausti fólks á kerfinu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug.

Tvær ágengar ­tegundir valdi lang­mestum skaða í heiminum

Amerískur bolafroskur og brúnn trjásnákur hafa kostað heiminn alls 16 milljarða Bandaríkjadala, tvö þúsund milljarði íslenskra króna, með því að skemma uppskerur, rafmagnssnúrur og fleira. Engin ágeng tegund er jafn skaðleg fyrir heiminn og þessar tvær.

Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi

Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið.

Varaði Biden við því að styðja Taívan

Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi.

Vörpuðu sprengjum á há­skóla­byggingu í Kharkív

Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu.

Störf æðstu ráða­manna Ís­lands á EM í knatt­spyrnu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk mikinn stuðning á yfirstandandi EM kvenna í Englandi, bæði úr stúkunni og frá fólki heima í stofu. Ráðamenn þjóðarinnar lögðu sín lóð á vogarskálarnar en auk forseta Íslands fóru þrír ráðherrar út til Englands til að styðja við liðið.

Hlýjast á sunnan­verðu landinu í dag

Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir