Fleiri fréttir

Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga

Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur.

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana

Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. 

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur

Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi.

„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla taldi ekki tilefni til að greina strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi eftir að meintum hryðjuverkamönnum var sleppt úr haldi. Við fjöllum um málið og ræðum við verjanda annars mannsins í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Völdu að greina al­menningi ekki strax frá hækkun við­búnar­stigs

Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember.

Rozpoczyna się sprzedaż fajerwerków

Ratownicy rozpoczynają dziś oficjalną sprzedaż fajerwerków, ale ich cena wzrośnie w stosunku do zeszłego roku ze względu na wahania kursów walut.

Ára­móta­brennur á tíu stöðum í Reykja­vík

Áramótabrennur eru á dagskrá í Reykjavík en þær hafa fallið niður síðastliðin tvö ár. Það eina sem getur komið í veg fyrir þær að þessu sinni eru vindstig og vindhraði, en brennur eru ekki tendraðar ef vindstig eru yfir 10 metrar á sekúndu.

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Þor­varður nýr for­maður vísinda­siða­nefndar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.

Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða á­tekta

Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við prófessor í stjórnmálafræði sem sakar íslensk stjórnvöld um æpandi andvaraleysi í varnar- og öryggismálum.

Stefna að opnun í Blá­fjöllum á morgun

Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 

Skoða að opna fljótandi gufu­bað á Pollinum

Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. 

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Skatt­skýrslur Trump birtar á föstu­dag

Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna

Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu.

Snjó­koma austan­til og hríðar­veður

Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum

Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum.

Hönnun rafbíla tekur tillit til endurvinnslu þeirra

Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi.

Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn

Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel.

Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. 

Vilja fækka flugeldum

Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 

Sjá næstu 50 fréttir