Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með kjaradeilu Eflingar og SA í dag. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum

Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu.

Biden fær nýjan starfsmannastjóra

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Jeff Zients verður nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. Hann mun taka við af Ron Klain, sem hefur lengi starfað með Biden. Starfsmannavelta hefur verið tiltölulega lítil í Hvíta húsinu síðustu tvö ár.

Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár

Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar.

Odd­viti tekur við verk­efnum sveitar­stjórans eftir upp­sögn

Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt.

Gerði egg­vopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnar­lambinu

Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 

Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu

Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir.

Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum

Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma.

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi

Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og gagnrýni félagsins á störf Ríkissáttasemjara. Efling ætlar ekki að afhenda honum félagatal sitt svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara.

Arnar Már skipaður nýr ferða­mála­stjóri

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Arnar Má Ólafsson til að gegna embætti ferðamálastjóra. Hann tekur við stöðunni af Skarphéðni Berg Steinarssyni.

Borgar­landið umdeilda sem stækkar við að minnka

Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða.

Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins

Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum.

Hæsti­réttur hafnar beiðni að­gerðar­sinna

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot.

Felldu háttsettan ISIS-liða í hellum í Sómalíu

Bandarískir sérsveitarhermenn bönuðu í gær háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Afríku og tíu vígamönnum í árás í norðurhluta Sómalíu á miðvikudaginn. Bilal al-Sudani er sagður hafa verið einn af fjármálastjórum hryðjuverkasamtakanna en hann var felldur í árás á hella sem hann hélt til í fjöllum Sómalíu.

HÍ vantar milljarð til við­bótar á þessu ári til að ná endum saman

Háskóli Íslands hefur þurft að skera niður kennslu vegna fjárskorts en skólann vantar milljarð til viðbótar á þessu ári til að ná endum saman. Staðan er sérstaklega slæm hjá Heilbrigðisvísindasviði og Menntavísindasviði og enn meiri niðurskurður í vændum á næsta ári verði ekki gripið til aðgerða.

Ekki á þeim buxunum að af­henda fé­laga­talið

Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu.

Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó

Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða.

Lög­reglu­menn ó­öruggir og fram­leiðandinn firrir sig á­byrgð

Sérfræðinga sem hafa látið sig rafbyssur varða greinir á um hvort vopnin eru banvæn eða ekki. Fyrir þessu eru að minnast kosti tvær ástæður; vísindasiðareglur gera rannsóknir ómögulegar og þá hefur reynst erfitt að rekja dauðsföll í kjölfar rafbyssuskots til einnar afmarkaðrar orsakar.

Biden biður fólk um að halda ró sinni

Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða.

Vest­læg átt og sums staðar stormur

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims

Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi

Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma.

„Það verður alveg vel hvasst“

Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla.

Vantrausti lýst yfir og ákvörðunin sögð atlaga að samningarétti

Efling hefur lýst yfir vantrausti á hendur ríkssáttasemjara vegna miðlunartillögu sem hann lagði fram í dag. Ríkissáttasemjari segir miðlunartillöguna trompa verkfall, komi til þess. Í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands segir að traust á embætti ríkissáttasemjara hafi skaðast með því að leggja fram „ótímabæra“ miðlunartillögu. 

Mögulega elsta múmía sem hefur fundist

Fornleifafræðingar í Egyptalandi telja að 4.300 ára gömul múmía sé sú elsta sem fundist hefur í landinu. Múmían fannst á botni fimmtán metra langra jarðaganga í grafhýsi í Saqqara, nálægt höfuðborginni Kaíró.

Loftsteinn á ógnarhraða nær jörðu en gervitungl

Á miðnætti mun loftsteinn þjóta framhjá jörðinni í minni fjalægð en mörg gervitungl eða um 3,600 kílómetrum frá. Litlu má því muna að steinninn skelli á jörðinni en einungis vika er liðin frá því loftsteinninn uppgötvaðist. 

Fjögurra ára og hámar í sig súrmat

Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk.

„Mjög mikil­vægt að við bregðumst við“

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu.

Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga

Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands.

Jóhann Val­geir kosinn Aust­firðingur ársins

Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar.

Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 

Hryðju­verka­á­kæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök á­kæru­valdsins haldi ekki

Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni í dag. 

Sjá næstu 50 fréttir