Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 13:45 Árásin átti sér stað innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll. Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll.
Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira