Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 09:28 Sólveig Anna Jónsdóttir og liðsmenn Eflingar í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar muni kjósa um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Efling hefur gagnrýnt ákvörðun ríkissáttasemjara harðlega og meðal annars ekki orðið við ósk embættisins um að afhenda félagatal Eflingar, svo halda megi rafræna kosningu frá og með hádegi á morgun. Á vef Eflingar eru birt tvö bréf sem Sólveig Anna Jónsdóttur, formaður félagsins, sendi ríkissáttasemjara í gær. Þar kemur fram að félagið telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ekki lögmæt. Það sama eigi við um hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu. „Efling-stéttarfélag telur því nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti aðgerða ríkissáttasemjara,“ kemur fram í öðru bréfinu. Þar er þess einnig krafist að félagið fái afhent allar fyrirliggjandi upplýsingar um öll samskipti sem ríkissáttasemjari og starfsmenn embættisins hafi átt við deiluaðila, sem og aðra, í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að leggja fram miðlunartillöguna. Efast um hlutverk embættisins í að halda atkvæðagreiðslu Í öðru bréfi, sem send var til ríkissáttasemjara í morgun er sú afstaða Eflingar að miðlunartillagan og fyrirhuguðu atkvæðagreiðsla séu „ólögmæt og markleysa“, ítrekuð Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að deilan væri í algjörum hnút, því hafi miðlunartillagan verið lögð fram.Stöð 2/Ívar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í gær að verði miðlunartillagan samþykkt þá væri hún ígildi kjarasamnings sem gengi þar með framar verkfalli sem fyrirhugað er hjá hótelstarfsmönnum og félagsmönnum Eflingar. Forsenda þess er að hin rafræna atkvæðagreiðsla fari fram, en hún er á vegum embættisins og framkvæmd af Advania. Hefur embættið því farið fram á að fá afhent rafrænt félagatal Eflingar, svo halda megi kosninguna. Efling bendir hins vegar á í bréfi til ríkissáttasemjara í morgun að um viðkvæmar persónuupplýsingar félagsmanna Eflingar sé að ræða. Ekki hafi komið fram hvernig séð verði til þess að vinnsla þeirri upplýsinga uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá efast Efling um að það sé hlutverk ríkissáttasemjara að framkvæma umræddar kosningar. „Þá felst ekki í tilvitnuðum ákvæðum nein skylda stéttarfélags til að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Ríkissáttasemjari hefur þannig ekki bent á lagaheimild fyrir því fyrirkomulagi kosninga sem hann tilkynnti fyrirvaralaust í gærmorgun og er tilefni beiðni embættisins um afhendingu félagatals stéttarfélagsins. Hvorki liggur þannig fyrir að beiðnin sé sett fram af lögmætu tilefni né að fullnægjandi lagaheimild standi til hennar,“ segir í bréfi Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12 Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ákvörðun ríkissátttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. 26. janúar 2023 18:12
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25