Fleiri fréttir Fylgjast vel með heilsu fólks Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í dag verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Í tilkynningu frá HSu segir að Læknar og hjúkrunarfræðingar séu á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir og fleiri. 22.5.2011 16:10 Gosmökkurinn í 10 kílómetra hæð Gosmökkurinn frá gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um tíu kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofu Íslands. Mest var hæðin um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni. Gosmökkurinn mældist í 13-15 kílómetra hæð í hádeginu. 22.5.2011 16:08 Ögmundur og Jóhanna heimsóttu samhæfingarmiðstöðina "Það var mjög traustvekjandi að sjá hve vel smurð þessi vél er og samhæfir kraftarnir,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann fór, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að skoða aðstæður í samhæfingamiðstöðinni í Skógarhlíð vegna eldgossins. 22.5.2011 16:08 Lítið brot mála gegn lögreglu endar í dómi Afar lítill hluti kæra almennings á hendur lögreglumönnum endar með dómsuppkvaðningu. Þetta sýna tölur yfir slík mál frá árunum 2005 til 2009. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að lögregluvarðstjóri hefði verið ákærður fyrir líkamsárás af gáleysi, en hann ók óvart á ungan mann sem hafði reynt að flýja undan honum á bíl með þeim afleiðingum að ungi maðurinn fótbrotnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna og ritstjóri lögreglublaðsins hafa gagnrýnt málið og sagt að það sé erfitt fyrir lögreglumenn að sitja undir því að vera gerðir persónulega ábyrgir fyrir svona atvikum. 22.5.2011 16:00 Bjarga búfénaði frá öskufallinu Heimamenn hafa í dag verið að bjarga búfénaði í nágrenni við gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Þessi bóndi á Hörgslandi var að bjarga hestinum sínum þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara bar að garði fyrir stundu. Gríðarleg svifryksmengun er vegna öskufallsins. 22.5.2011 15:26 Icelandair fellir niður flug á morgun Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga í fyrramálið verður fellt niður vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum, sem hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Um er að ræða flug til Frankfurt, Parísar, Amsterdam, London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Osló, Bergen/Þrándheims, Stokkhólms og Helsinki. Áður hafði Icelandair aflýst öllu flugi síðdegis í dag. 22.5.2011 15:10 Fjölmiðlamenn á Vatnajökli Hópur fjölmiðlamanna fór með þyrlu á Vatnajökul í grennd við gosstöðvarnar í Grímsvötnum í dag. Þar á meðal var Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, sem myndaði það sem fyrir augun bar. Í myndasafninu sem fylgir þessari frétt má sjá gosstrókinn frá Grímsvötnum í bland við jökulinn. 22.5.2011 15:04 Leita fjögurra ferðamanna á gossvæðinu Björgunarsveitamenn eru byrjaðir að grennslast eftir fjórum ferðamönnum sem fóru í morgun á tveimur bílum frá Höfn áleiðis að sveitabæ vestan Kirkjubæjarklausturs þar sem þeir hugðust gista en þeir hafa ekki skilað sér þangað. Björgunarsveitir aka nú veginn á milli til að kanna hvar fólkið er niðurkomið en talið er að það sé á eða við þjóðveginn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 22.5.2011 14:57 Gestir að yfirgefa Islandia Hótel Gestir á Islandia Hótelinu að Núpum, í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur, eru að yfirgefa hótelið vegna öskufalls frá gosinu. Þau munu njóta aðstoðar björgunarsveitamanna. Viðbragðsaðilar vegna gossins voru að dreifa rykgrímum og gleraugum nú rétt í þessu þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var staddur við hótelið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur þá sem eru í nágrenni við gosstöðvarnar til að halda sig innandyra. Þurfi þeir nauðsynlega að vera úti eru þeir hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. 22.5.2011 14:16 Ekki búist við hlaupi Staðfest hefur verið að gosið í Grímsvötnum er í sjálfri öskjunni nærri þeim stað þar sem gaus árið 2004. Þetta kemur fram á heimasíðu veðurstofunnar. Síðast hljóp úr Grímsvötnum árið 2010 og hefur lítið vatn safnast þar saman og þunnur ís er á öskjunni. Þegar gaus á sama stað árin 1998 og 2004 urður jökulhlaup nokkru eftir að gosið hófst en ekki er talið að samsvarandi aðstæður séu uppi nú. Því er ekki búist við jökulhlaupi að því er fram kemur á heimasíðu veðurstofunnar. 22.5.2011 14:05 Fréttaskýring: Mengun sem verður að rannsaka Árið 2006 hóf Orkuveita Reykjavíkur rekstur Hellisheiðarvirkjunar sem leiddi af sér aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er brennisteinsvetni og stafar fólki ógn af auknu magni þess í andrúmsloftinu? Töluverð umræða hefur verið um möguleikann á skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis í gufu frá jarðhitavirkjunum allt frá því að rekstur Hellisheiðarvirkjunar hófst í október 2006. Áberandi lykt, oft kölluð hveralykt, berst í meiri mæli yfir íbúabyggðir þegar vindur stendur af þeim tveim jarðhitavirkjunum sem standa næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en það eru austlægar og suðaustlægar áttir. 22.5.2011 14:00 Ekkert amar að búfénaði austan við gosstöðvarnar Búfjárráðunautur heimsótti í dag bændur frá Höfn í Hornafirði og austur að Skaftafelli. Ekkert amar að búfénaði á því svæði en ekki er búið að kanna ástandið vestur af gosstöðvunum. Samkvæmt upplýsingum úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna er svartamyrkur frá Kirkjubæjarklaustri og að Freysnesi. Verið er að vinna við að koma fólki til aðstoðar eins og hægt er og hafa allar aðgerðir gengið vel. 22.5.2011 13:44 Síminn stoppar ekki hjá upplýsingafulltrúum „Ég held að það sé vægt til orða tekið að segja að hann hringi stanslaust," segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, en upplýsingafulltrúar ýmissa fyrirtækja og stofnana hafa staðið í ströngu við að upplýsa umheiminn um stöðu mála vegna eldgossins í morgun. 22.5.2011 13:38 Ómar hefur aldrei farið eins varlega Ómar Ragnarsson segist fyllast óttablandinni virðingu fyrir gosinu í Grímsvötnum. Hann sér samt enga ástæðu til þess að loka flugvöllum. 22.5.2011 13:28 Um 200 lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum Almannavarnir leggja mikla áherslu á að fólk sé ekki á ferli á svæðinu þar sem öskufall er. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. Um tvö hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á gossvæðinu. 22.5.2011 13:23 Brynvarðir trukkar á leið á svæðið Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu koma mikið við sögu í aðstæðum á borð við þær sem nú eru á gosstöðvunum og þeim svæðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitarmenn séu aðallega að aðstoða bændur á svæðinu með búfénað sinn auk þess sem þeir dreifi rykgrímum og manni lokunarpósta þar sem vegum hefur verið lokað. 22.5.2011 13:22 Gosmökkurinn 13 til 15 kílómetrar Gosmökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um 13 til 15 kílómetra hæð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest var hæðin á mekkinum um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni og á tímabili þegar fór mökkurinn niður í 10 kílómetra. Nú um hádegið virðist gosið hafa tekið kipp. Gosórói er nokkur á svæðinu en engir stærri jarðskjálftar hafa þó mælst. 22.5.2011 13:02 Hádegisfréttatími Stöðvar 2 Hægt er að horfa á aukafréttatíma Stöðvar 2 sem fór í loftið klukkan 12 hér í fréttinni. 22.5.2011 13:01 Viðvarandi lokun getur haft alvarleg áhrif Talsmaður ferðaþjónustunnar segir að viðvarandi lokun flugvalla geti haft alvarleg áhrif á greinina. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaþjónustunni hafi brugðið í brún þegar gosið hófst í gær, enda stutt síðan greinin stóð í stórræðum þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra. Hún segir hins vegar að bæði stjórnvöld og Íslandsstofa hafi brugðist hratt við að koma upplýsingum til alþjóðlegra fjölmiðla. 22.5.2011 12:56 Iðnaðarráðherra innlyksa á Höfn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra boðaði til viðbragðsfundar í ráðuneytinu klukkan hálf ellefu í morgun, en þar voru samankomnir þeir sömu og sáu um viðbrögð við síðasta gosi á opinberum vettvangi. 22.5.2011 12:31 Öflugasta sprengigos í Grímsvötnum í 100 ár Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár. Vísbendingar eru um að nokkuð hafi dregið úr krafti gossins á síðustu klukkustundum. Stórkostleg sjón, segir fjallaleiðsögumaður. 22.5.2011 12:23 Hótelgestir komast hvorki lönd né strönd "Hér er bara mjög leiðinlegt ástand,“ segir Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, hótelstjóri, á Islandia Hótel að Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. "Það hefur verið mikið mistur frá því á miðnætti og núna sjáum við ekki bílana sem standa fyrir utan.“ 22.5.2011 11:32 Björgunarsveitir hafa þurft frá að hverfa Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn hafa dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús. 22.5.2011 11:12 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilinu á Klaustri og Hofgarði fyrir þá sem treysta sér til að fara á þá staði. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að hafa samband við nágranna sína og veita hver öðrum stuðning, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Búið er að virkja hjálparsíma RKÍ 1777. 22.5.2011 10:53 Haldið sofandi Drengurinn sem var fluttur á gjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins í gærdag eftir sundlaugarslys á Selfossi er enn í lífshættu. Hann er öndunarvél og haldið sofandi. 22.5.2011 10:39 Sjáðu myndirnar - eldgos í Grimsvötnum Visi hefur borist fjölda mynda af eldgosinu í Grímsvötnum. Það er með ólíkindum að sjá breytingarnar á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Páll Friðriksson ljósmyndari tók á Fosshótelum í Skaftafelli. Fyrri myndin er tekin 21. maí klukkan 20:20 og síðari 22. maí, snemma morguns klukkan 07:03. Þá má einnig sjá myndir eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara, Egil Aðalsteinsson kvikmyndatökumann, Magnús Kristinsson frá Nónvörðu í Keflavík og íbúa í Vatnsendahverfi. 22.5.2011 10:39 Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22.5.2011 10:14 Blindir leita til umboðsmanns Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu fyrir lögblinda í Kópavogi. Bærinn segir blindan pilt eiga að njóta sams konar aksturþjónustu og aðrir fatlaðir og hafnar að taka þátt í leigbílukostnaði hans. 22.5.2011 10:00 Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af öskufallinu "Við höfum þessa bitru reynslu úr Eyjafjallajökli hvernig þetta getur verið og staðið jafnvel lengi yfir og haft mikil áhrif á fólkið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum. Hann segir mikið öskufall vera í kringum Kirkjubæjarklaustur, bæði vestur út á Mýrdalssand og austur á Skeiðarársand. Þjóðveginum er lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi. 22.5.2011 09:58 Kraftur gossins svipaður "Það gæti verið að það sé hægt að draga úr kraftinum en þetta er svipað. Hann er sennilega ekki að aukast,“ segir Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst í gær. Óvíst er hvort gosið komi til með að valda hlaupi. 22.5.2011 09:19 Ekki bjartsýn á framhaldið Loftrýminu yfir Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað, en fram að þeim tíma var reynt að koma sem flestum vélum í burtu. Miðað við spá Bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu er Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, ekki bjartsýn á framhaldið og segir að dagurinn líti ekki sérstaklega vel út. 22.5.2011 08:49 Keflavíkurflugvelli lokað klukkan hálfníu Keflavíkurflugvelli verður lokað kl. 08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðurstofunni. Þetta segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 22.5.2011 07:48 Gosið sást greinilega frá Reykjavík Gosið úr Grímsvötnum sást greinilega víða á landinu í gærkvöld. Meðal annars í Reykjavík. Sveinn Þorsteinsson, lesandi Vísis, var staddur í Öskjuhlíð í gærkvöld og tók þá þessa mynd af gosmekkinum. 22.5.2011 06:38 Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. 22.5.2011 06:12 Fréttatími Stöðvar 2 í beinni á Vísi Aukafréttatími Stöðvar 2 vegna eldgossins í Grímsvötnum á Vatnajökli er í beinni útsendingu á Vísi. Hægt er að sjá útsendinguna hér. 22.5.2011 11:59 Aska fellur víða til jarðar Aska hefur fallið víða í byggð í nágrenni Vatnajökuls og hefur talsvert verið um öskufall á Kirkjubæjarklaustri og sveitinum í kringum. Einnig hefur orðið vart við öskufall á Höfn í Hornarfirði. Askan er fín og berst til suðausturs. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld hvetja almannavarnir íbúa á svæðinu í nágreni Vatnajökuls að halda sig innan dyra vegna eldgossins í Grímsvötnum sem hófst á sjöunda tímanum í kvöld. 21.5.2011 23:19 Íbúum bent á að halda sig innan dyra Vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur orðið vart við öskufall á Kirkjubæjarklaustri og fleiri stöðum á Suðurlandi. Askan er mjög fín og berst hún til suðausturs. Almannavarnir benta íbúum á svæðinu að halda sig innan dyra og kynna sér bækling um öskufall sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarna. Bændum er ráðlagt að huga að búsmala allt vestan frá Síðu og austur fyrir Reynivelli. 21.5.2011 22:21 Gosmökkurinn sést frá Reykjavík Gosið í Grímsvötnum virðist vera mjög öflugt, segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að mökkurinn sjáist alla leið frá Reykjavík. 21.5.2011 22:07 Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21.5.2011 21:53 Veginum um Skeiðarársand lokað Veginum um Skeiðarársand hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum og hófst fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 21.5.2011 21:37 Starfsmenn Vegagerðarinnar bíða átekta Engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka vegum vegna eldgossins sem hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli á sjöunda tímanum í kvöld. Starfsmenn starfsstöðva Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornarfirði bíða átekta. "Við fylgjumst með þróuninni,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri í Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, í samtali við fréttastofu. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort loka þurfi vegum eða rjúfa skörð í vegi. 21.5.2011 21:33 Búist við hlaupi í Grímsvötnum "Það má búast við einhverju hlaupi í Grímsvötnum vegna gossins,“ segir Matthew Roberts, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þó að það liggi fyrir að vegna þess að það varð jökulhlaup í Grímsvötnum í nóvember í fyrra þá sé hugsanlegt að hlaupið verði ekki stórt. "Spurningin er núna hvar gosið er. Við vitum það ekki fyrir víst hvar það er," segir Matthew. 21.5.2011 21:21 Flogið um Keflavíkurflugvöll þrátt fyrir gosið Eldgosið í Vatnajökli kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að lenda á eða taka á loft á Keflavíkurflugvelli, segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia. 21.5.2011 20:53 Tengja gosið ekki heimsendaspám Það hljóp aldeilis á snærið hjá gestum á Islandia Hótel á Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. Gestirnir, sem eru frá Hollandi og Frakklandi, auk Íslendinga, höfðu ekki átt von á því að verða vitni að eldgosi þegar þeir pöntuðu sér gistingu. Þeim brá því heldur betur í brún þegar Vatnajökull tók að gjósa um sjöleytið í kvöld. Líklegast er að það séu Grimsvötn sem gjósi, eins og fram hefur komið. 21.5.2011 20:39 Ekki þörf á fólksflutningum vegna gossins Lögreglan á Hvolsvelli og í Vík fylgist með umferð um Þjóðveg 1 vegna eldgossins í Grímsvötnum, samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni. Hann segir þó að ekki sé þörf á því að rýma nein hús í nágrenni við Vatnajökul vegna gossins. Aðstæður eru því allt öðruvísi í þessu gosi en var fyrir rúmu ári síðan þegar Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull gusu. Þá urðu mestu fólksflutningar á Íslandi frá þvi í Heimaeyjargosi árið 1973. 21.5.2011 20:13 Sjá næstu 50 fréttir
Fylgjast vel með heilsu fólks Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í dag verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Í tilkynningu frá HSu segir að Læknar og hjúkrunarfræðingar séu á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir og fleiri. 22.5.2011 16:10
Gosmökkurinn í 10 kílómetra hæð Gosmökkurinn frá gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um tíu kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofu Íslands. Mest var hæðin um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni. Gosmökkurinn mældist í 13-15 kílómetra hæð í hádeginu. 22.5.2011 16:08
Ögmundur og Jóhanna heimsóttu samhæfingarmiðstöðina "Það var mjög traustvekjandi að sjá hve vel smurð þessi vél er og samhæfir kraftarnir,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann fór, ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að skoða aðstæður í samhæfingamiðstöðinni í Skógarhlíð vegna eldgossins. 22.5.2011 16:08
Lítið brot mála gegn lögreglu endar í dómi Afar lítill hluti kæra almennings á hendur lögreglumönnum endar með dómsuppkvaðningu. Þetta sýna tölur yfir slík mál frá árunum 2005 til 2009. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að lögregluvarðstjóri hefði verið ákærður fyrir líkamsárás af gáleysi, en hann ók óvart á ungan mann sem hafði reynt að flýja undan honum á bíl með þeim afleiðingum að ungi maðurinn fótbrotnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna og ritstjóri lögreglublaðsins hafa gagnrýnt málið og sagt að það sé erfitt fyrir lögreglumenn að sitja undir því að vera gerðir persónulega ábyrgir fyrir svona atvikum. 22.5.2011 16:00
Bjarga búfénaði frá öskufallinu Heimamenn hafa í dag verið að bjarga búfénaði í nágrenni við gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Þessi bóndi á Hörgslandi var að bjarga hestinum sínum þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara bar að garði fyrir stundu. Gríðarleg svifryksmengun er vegna öskufallsins. 22.5.2011 15:26
Icelandair fellir niður flug á morgun Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga í fyrramálið verður fellt niður vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum, sem hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Um er að ræða flug til Frankfurt, Parísar, Amsterdam, London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Osló, Bergen/Þrándheims, Stokkhólms og Helsinki. Áður hafði Icelandair aflýst öllu flugi síðdegis í dag. 22.5.2011 15:10
Fjölmiðlamenn á Vatnajökli Hópur fjölmiðlamanna fór með þyrlu á Vatnajökul í grennd við gosstöðvarnar í Grímsvötnum í dag. Þar á meðal var Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, sem myndaði það sem fyrir augun bar. Í myndasafninu sem fylgir þessari frétt má sjá gosstrókinn frá Grímsvötnum í bland við jökulinn. 22.5.2011 15:04
Leita fjögurra ferðamanna á gossvæðinu Björgunarsveitamenn eru byrjaðir að grennslast eftir fjórum ferðamönnum sem fóru í morgun á tveimur bílum frá Höfn áleiðis að sveitabæ vestan Kirkjubæjarklausturs þar sem þeir hugðust gista en þeir hafa ekki skilað sér þangað. Björgunarsveitir aka nú veginn á milli til að kanna hvar fólkið er niðurkomið en talið er að það sé á eða við þjóðveginn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 22.5.2011 14:57
Gestir að yfirgefa Islandia Hótel Gestir á Islandia Hótelinu að Núpum, í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur, eru að yfirgefa hótelið vegna öskufalls frá gosinu. Þau munu njóta aðstoðar björgunarsveitamanna. Viðbragðsaðilar vegna gossins voru að dreifa rykgrímum og gleraugum nú rétt í þessu þegar Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var staddur við hótelið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur þá sem eru í nágrenni við gosstöðvarnar til að halda sig innandyra. Þurfi þeir nauðsynlega að vera úti eru þeir hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. 22.5.2011 14:16
Ekki búist við hlaupi Staðfest hefur verið að gosið í Grímsvötnum er í sjálfri öskjunni nærri þeim stað þar sem gaus árið 2004. Þetta kemur fram á heimasíðu veðurstofunnar. Síðast hljóp úr Grímsvötnum árið 2010 og hefur lítið vatn safnast þar saman og þunnur ís er á öskjunni. Þegar gaus á sama stað árin 1998 og 2004 urður jökulhlaup nokkru eftir að gosið hófst en ekki er talið að samsvarandi aðstæður séu uppi nú. Því er ekki búist við jökulhlaupi að því er fram kemur á heimasíðu veðurstofunnar. 22.5.2011 14:05
Fréttaskýring: Mengun sem verður að rannsaka Árið 2006 hóf Orkuveita Reykjavíkur rekstur Hellisheiðarvirkjunar sem leiddi af sér aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er brennisteinsvetni og stafar fólki ógn af auknu magni þess í andrúmsloftinu? Töluverð umræða hefur verið um möguleikann á skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis í gufu frá jarðhitavirkjunum allt frá því að rekstur Hellisheiðarvirkjunar hófst í október 2006. Áberandi lykt, oft kölluð hveralykt, berst í meiri mæli yfir íbúabyggðir þegar vindur stendur af þeim tveim jarðhitavirkjunum sem standa næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en það eru austlægar og suðaustlægar áttir. 22.5.2011 14:00
Ekkert amar að búfénaði austan við gosstöðvarnar Búfjárráðunautur heimsótti í dag bændur frá Höfn í Hornafirði og austur að Skaftafelli. Ekkert amar að búfénaði á því svæði en ekki er búið að kanna ástandið vestur af gosstöðvunum. Samkvæmt upplýsingum úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna er svartamyrkur frá Kirkjubæjarklaustri og að Freysnesi. Verið er að vinna við að koma fólki til aðstoðar eins og hægt er og hafa allar aðgerðir gengið vel. 22.5.2011 13:44
Síminn stoppar ekki hjá upplýsingafulltrúum „Ég held að það sé vægt til orða tekið að segja að hann hringi stanslaust," segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, en upplýsingafulltrúar ýmissa fyrirtækja og stofnana hafa staðið í ströngu við að upplýsa umheiminn um stöðu mála vegna eldgossins í morgun. 22.5.2011 13:38
Ómar hefur aldrei farið eins varlega Ómar Ragnarsson segist fyllast óttablandinni virðingu fyrir gosinu í Grímsvötnum. Hann sér samt enga ástæðu til þess að loka flugvöllum. 22.5.2011 13:28
Um 200 lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum Almannavarnir leggja mikla áherslu á að fólk sé ekki á ferli á svæðinu þar sem öskufall er. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. Um tvö hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á gossvæðinu. 22.5.2011 13:23
Brynvarðir trukkar á leið á svæðið Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu koma mikið við sögu í aðstæðum á borð við þær sem nú eru á gosstöðvunum og þeim svæðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitarmenn séu aðallega að aðstoða bændur á svæðinu með búfénað sinn auk þess sem þeir dreifi rykgrímum og manni lokunarpósta þar sem vegum hefur verið lokað. 22.5.2011 13:22
Gosmökkurinn 13 til 15 kílómetrar Gosmökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um 13 til 15 kílómetra hæð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest var hæðin á mekkinum um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni og á tímabili þegar fór mökkurinn niður í 10 kílómetra. Nú um hádegið virðist gosið hafa tekið kipp. Gosórói er nokkur á svæðinu en engir stærri jarðskjálftar hafa þó mælst. 22.5.2011 13:02
Hádegisfréttatími Stöðvar 2 Hægt er að horfa á aukafréttatíma Stöðvar 2 sem fór í loftið klukkan 12 hér í fréttinni. 22.5.2011 13:01
Viðvarandi lokun getur haft alvarleg áhrif Talsmaður ferðaþjónustunnar segir að viðvarandi lokun flugvalla geti haft alvarleg áhrif á greinina. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaþjónustunni hafi brugðið í brún þegar gosið hófst í gær, enda stutt síðan greinin stóð í stórræðum þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra. Hún segir hins vegar að bæði stjórnvöld og Íslandsstofa hafi brugðist hratt við að koma upplýsingum til alþjóðlegra fjölmiðla. 22.5.2011 12:56
Iðnaðarráðherra innlyksa á Höfn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra boðaði til viðbragðsfundar í ráðuneytinu klukkan hálf ellefu í morgun, en þar voru samankomnir þeir sömu og sáu um viðbrögð við síðasta gosi á opinberum vettvangi. 22.5.2011 12:31
Öflugasta sprengigos í Grímsvötnum í 100 ár Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár. Vísbendingar eru um að nokkuð hafi dregið úr krafti gossins á síðustu klukkustundum. Stórkostleg sjón, segir fjallaleiðsögumaður. 22.5.2011 12:23
Hótelgestir komast hvorki lönd né strönd "Hér er bara mjög leiðinlegt ástand,“ segir Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, hótelstjóri, á Islandia Hótel að Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. "Það hefur verið mikið mistur frá því á miðnætti og núna sjáum við ekki bílana sem standa fyrir utan.“ 22.5.2011 11:32
Björgunarsveitir hafa þurft frá að hverfa Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn hafa dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús. 22.5.2011 11:12
Fjöldahjálparstöðvar opnaðar Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilinu á Klaustri og Hofgarði fyrir þá sem treysta sér til að fara á þá staði. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að hafa samband við nágranna sína og veita hver öðrum stuðning, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Búið er að virkja hjálparsíma RKÍ 1777. 22.5.2011 10:53
Haldið sofandi Drengurinn sem var fluttur á gjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins í gærdag eftir sundlaugarslys á Selfossi er enn í lífshættu. Hann er öndunarvél og haldið sofandi. 22.5.2011 10:39
Sjáðu myndirnar - eldgos í Grimsvötnum Visi hefur borist fjölda mynda af eldgosinu í Grímsvötnum. Það er með ólíkindum að sjá breytingarnar á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Páll Friðriksson ljósmyndari tók á Fosshótelum í Skaftafelli. Fyrri myndin er tekin 21. maí klukkan 20:20 og síðari 22. maí, snemma morguns klukkan 07:03. Þá má einnig sjá myndir eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara, Egil Aðalsteinsson kvikmyndatökumann, Magnús Kristinsson frá Nónvörðu í Keflavík og íbúa í Vatnsendahverfi. 22.5.2011 10:39
Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22.5.2011 10:14
Blindir leita til umboðsmanns Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu fyrir lögblinda í Kópavogi. Bærinn segir blindan pilt eiga að njóta sams konar aksturþjónustu og aðrir fatlaðir og hafnar að taka þátt í leigbílukostnaði hans. 22.5.2011 10:00
Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af öskufallinu "Við höfum þessa bitru reynslu úr Eyjafjallajökli hvernig þetta getur verið og staðið jafnvel lengi yfir og haft mikil áhrif á fólkið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum. Hann segir mikið öskufall vera í kringum Kirkjubæjarklaustur, bæði vestur út á Mýrdalssand og austur á Skeiðarársand. Þjóðveginum er lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi. 22.5.2011 09:58
Kraftur gossins svipaður "Það gæti verið að það sé hægt að draga úr kraftinum en þetta er svipað. Hann er sennilega ekki að aukast,“ segir Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst í gær. Óvíst er hvort gosið komi til með að valda hlaupi. 22.5.2011 09:19
Ekki bjartsýn á framhaldið Loftrýminu yfir Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað, en fram að þeim tíma var reynt að koma sem flestum vélum í burtu. Miðað við spá Bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu er Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, ekki bjartsýn á framhaldið og segir að dagurinn líti ekki sérstaklega vel út. 22.5.2011 08:49
Keflavíkurflugvelli lokað klukkan hálfníu Keflavíkurflugvelli verður lokað kl. 08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðurstofunni. Þetta segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 22.5.2011 07:48
Gosið sást greinilega frá Reykjavík Gosið úr Grímsvötnum sást greinilega víða á landinu í gærkvöld. Meðal annars í Reykjavík. Sveinn Þorsteinsson, lesandi Vísis, var staddur í Öskjuhlíð í gærkvöld og tók þá þessa mynd af gosmekkinum. 22.5.2011 06:38
Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. 22.5.2011 06:12
Fréttatími Stöðvar 2 í beinni á Vísi Aukafréttatími Stöðvar 2 vegna eldgossins í Grímsvötnum á Vatnajökli er í beinni útsendingu á Vísi. Hægt er að sjá útsendinguna hér. 22.5.2011 11:59
Aska fellur víða til jarðar Aska hefur fallið víða í byggð í nágrenni Vatnajökuls og hefur talsvert verið um öskufall á Kirkjubæjarklaustri og sveitinum í kringum. Einnig hefur orðið vart við öskufall á Höfn í Hornarfirði. Askan er fín og berst til suðausturs. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld hvetja almannavarnir íbúa á svæðinu í nágreni Vatnajökuls að halda sig innan dyra vegna eldgossins í Grímsvötnum sem hófst á sjöunda tímanum í kvöld. 21.5.2011 23:19
Íbúum bent á að halda sig innan dyra Vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur orðið vart við öskufall á Kirkjubæjarklaustri og fleiri stöðum á Suðurlandi. Askan er mjög fín og berst hún til suðausturs. Almannavarnir benta íbúum á svæðinu að halda sig innan dyra og kynna sér bækling um öskufall sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarna. Bændum er ráðlagt að huga að búsmala allt vestan frá Síðu og austur fyrir Reynivelli. 21.5.2011 22:21
Gosmökkurinn sést frá Reykjavík Gosið í Grímsvötnum virðist vera mjög öflugt, segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að mökkurinn sjáist alla leið frá Reykjavík. 21.5.2011 22:07
Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21.5.2011 21:53
Veginum um Skeiðarársand lokað Veginum um Skeiðarársand hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum og hófst fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 21.5.2011 21:37
Starfsmenn Vegagerðarinnar bíða átekta Engin ákvörðun hefur verið tekin um að loka vegum vegna eldgossins sem hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli á sjöunda tímanum í kvöld. Starfsmenn starfsstöðva Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornarfirði bíða átekta. "Við fylgjumst með þróuninni,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri í Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, í samtali við fréttastofu. Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort loka þurfi vegum eða rjúfa skörð í vegi. 21.5.2011 21:33
Búist við hlaupi í Grímsvötnum "Það má búast við einhverju hlaupi í Grímsvötnum vegna gossins,“ segir Matthew Roberts, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þó að það liggi fyrir að vegna þess að það varð jökulhlaup í Grímsvötnum í nóvember í fyrra þá sé hugsanlegt að hlaupið verði ekki stórt. "Spurningin er núna hvar gosið er. Við vitum það ekki fyrir víst hvar það er," segir Matthew. 21.5.2011 21:21
Flogið um Keflavíkurflugvöll þrátt fyrir gosið Eldgosið í Vatnajökli kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að lenda á eða taka á loft á Keflavíkurflugvelli, segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia. 21.5.2011 20:53
Tengja gosið ekki heimsendaspám Það hljóp aldeilis á snærið hjá gestum á Islandia Hótel á Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. Gestirnir, sem eru frá Hollandi og Frakklandi, auk Íslendinga, höfðu ekki átt von á því að verða vitni að eldgosi þegar þeir pöntuðu sér gistingu. Þeim brá því heldur betur í brún þegar Vatnajökull tók að gjósa um sjöleytið í kvöld. Líklegast er að það séu Grimsvötn sem gjósi, eins og fram hefur komið. 21.5.2011 20:39
Ekki þörf á fólksflutningum vegna gossins Lögreglan á Hvolsvelli og í Vík fylgist með umferð um Þjóðveg 1 vegna eldgossins í Grímsvötnum, samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni. Hann segir þó að ekki sé þörf á því að rýma nein hús í nágrenni við Vatnajökul vegna gossins. Aðstæður eru því allt öðruvísi í þessu gosi en var fyrir rúmu ári síðan þegar Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull gusu. Þá urðu mestu fólksflutningar á Íslandi frá þvi í Heimaeyjargosi árið 1973. 21.5.2011 20:13