Fleiri fréttir Atli Gíslason: Þetta var ekki sáttatilraun Forysta Vinstri grænna fullyrðir að mikill sáttahugur hafi ríkt á flokksráðsfundi sem lauk í dag gagnvart þremenningunum sem sögðu sig úr þingflokki VG. Einn þremenninganna segist frekar telja sáttahuginn í orði en í verki. 21.5.2011 18:49 Svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda Mörg þúsund manns fylgdust með Fæðingu Venusar á Austurvelli í dag þegar Listahátíð í Reykjavík hófst. Þar var á ferðinni útisýning katalónska fjöllistahópsins La Fura dels Baus sem naut aðstoðar yfir 60 Íslendinga en um óvenjulegan gjörning var að ræða. 21.5.2011 17:46 Lögreglu- og slökkviliðsmenn á frívakt aðstoðuðu drenginn Drengurinn sem fluttur var með hraði til Reykjavíkur fyrr í dag eftir alvarlegt slys í Sundhöll Selfoss fannst meðvitundarlaus í innilaug sundhallarinnar. Endurlífgun hófst þegar á staðnum að hálfu aðstandenda, starfsmanna og sundlaugargesta, en tveir lögreglumenn og sjúkraflutningamaður á frívakt auk björgunarsveitarmanns voru fyrir tilviljun staddir í lauginni. Farið var með drenginn, sem er á sjötta aldursári, á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans. 21.5.2011 16:40 Húsfyllir á fyrirlestri Nóbelsverðlaunahafa Húsfyllir var í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag þegar ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Elizabeth Blackburn flutti þar erindi í tengslum við aldarafmæli skólans. Uppgötvanir Elizabeth og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks, eins og það er orðað í tilkynningu frá HÍ. 21.5.2011 16:28 Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll Mikill fjöldi fólks kom saman við Austurvöll um klukkan þrjú í dag til að fylgjast með opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur sem var mikið sjónarspil, en þar var á ferðinni katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus. 21.5.2011 15:45 Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisisns hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. 21.5.2011 15:30 Markar stefnu til næstu ára Formaður Rauða kross Íslands segir Rauða krossinum trúað fyrir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því þurfi að efla starf félagsins. Á aðalfundi Rauða krossins í dag var samþykkt ný stefna til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2020. Þá var Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kjörin nýr varamaður í stjórn félagsins. 21.5.2011 15:22 Karlmaður brenndist í gassprengingu á Rangárvöllum Karlmaður brenndist þegar eldur kom upp í litlu svefnhúsi á sumarbústaðalóð í landi Svínhaga á Rangárvöllum snemma í morgun. Allt lítur út fyrir að um gassprengingu hafa verið að ræða en talið er að eldurinn hafi kviknað þegar maðurinn ætlaði að hita sér kaffi með gashitara. Maðurinn náði sjálfur að láta vita af sér en hann hlaut talsverð brunasár. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. 21.5.2011 15:03 Bjartsýnn formaður Ed Miliband, formaður breska Verkamannaflokksins, er fullviss um að flokkurinn geti og muni sigra í næstu þingkosningum. Í kosningunum á síðasta ári tapaði flokkurinn meirihluta sínum á breska þiningu og í framhaldinu mynduðu Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn undir forystu David Cameron. 21.5.2011 14:25 Alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi Ungur drengur var fluttur með hraði á Landspítalann eftir alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi á öðrum tímanum í dag. Lögreglubifreið og lögreglubifhjól veittu sjúkrabifreiðinni sérstakan forgang auk þess sem umferðarljósum var stýrt svo hægt væri að flytja drenginn hratt og örugglega á spítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er drengurinn sjö ára. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins þegar eftir því var leitað. 21.5.2011 13:50 Össur hræðist ekki kosningar síðar á árinu Utanríkisráðherra hræðist ekki þingkosningar síðar á þessu ári þar sem málin séu að leggjast með stjórninni. Hann telur ástæðulaust að ganga til kosninga ef ríkisstjórn er með þingmeirihluta og kemur málum sínum þokkalega fram. 21.5.2011 13:29 Telja brýnt að endurskoða skipulag VG Fulltrúar í flokksráði Vinstri grænna telja brýnt að endurskoða skipulag flokksins, en tillaga þess efnis var samþykkti á fundi ráðsins í dag. Stjórn VG er ætlað að skipa fimm manna nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða skipulag flokksins með það að markmiði að styrkja og efla í hvívetna samskipti, tengsl og áhrif stofnana hans s.s. sveitarstjórnarfólks, svæðisfélaga, flokksráðs, stjórnar flokksins og þingflokks, líkt og það er orðað á ályktun. 21.5.2011 13:09 Nafn konunnar Konan sem legið hefur á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir á heimili sínu lést í gær. Eiginmaður hennar á yfir höfði sér ákæru fyrir morð. 21.5.2011 12:50 Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21.5.2011 12:28 Varað við hálkublettum Vegagerðin varar við hálkublettum á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð og í Ísafjarðardjúpi. Hálka og er á Gemlufallsheiði, á Flateyrarvegi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiði en þar er verið að hreinsa. Þá eru einnig hálkublettir á Klettshálsi og Hjallhálsi. 21.5.2011 12:22 Snorri í Betel: Dómsdagur í fyrsta lagi eftir þúsund ár Heimsendir er hvergi hafinn þvert á dómadagsspár bandarísks predikara. Snorri í Betel segir að endalok veraldar geti ekki verið tímasett fyrir mönnum þannig að þeir viti tíma eða tíðir. 21.5.2011 12:20 Rekstur Landspítalans innan heimilda „Fjárhagslega er rekstur spítalans innan heimilda sem er ótrúlegur árangur á þessum niðurskurðartímum en eins og ég hef áður nefnt þurfum við að skera niður um 730 milljónir á þessu ári í beinu framhaldi af hinum mikla þriggja milljarða niðurskurði síðasta árs,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á heimasíðu spítalans. 21.5.2011 11:41 Lykillinn að langlífi fundinn? Uppgötvarnir Nóbelsverlaunahafans dr. Elizabeth Blackburn hafa breytt skilningi manna á öldrun. Hún hefur sýnt fram á slæm áhrif streitu á litningaenda og ávinning hreyfingar. Elizabeth mun fjalla um þetta í erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14 í dag. Uppgötvanir hennar og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks. 21.5.2011 11:25 Konan er látin Konan sem varð fyrir alvarlegri árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun fyrir viku er látin. Konan lá þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hún lést í gær. Hún var á fimmtudagsaldri. 21.5.2011 10:27 Hafna þúsundum ungmenna um sumarvinnu Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær hafna þúsundum ungmenna sem hafa sótt um sumarvinnu hjá sveitarfélögunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að 3800 ungmenni 17 ára og eldri hafi sótt um sumarvinnu hjá borginni en ætlunin er að ráða 1900 - sem þó eru mun fleiri en í fyrra. Sautján ára ungmenni fá vinnu í fjórar vikur en eldri í sex til átta vikur. 21.5.2011 10:01 Bílvelta í Strandgötu Karlmaður á fimmtudagsaldri var fluttur á slysadeild í nótt eftir að bifreið sem hann ók um Strandgötu í Hafnarfirði valt. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild né um tildrög slyssins hjá lögreglu. Slysið varð á þriðja tímanum til móts við íþróttahúsið í Strandgötu, samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 21.5.2011 09:52 Ók of hratt og reyndist einnig ölvaður Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur á Biskupstungnabraut um klukkan eitt eftir miðnætti. Hann reyndist einnig ölvaður og var færður á lögreglustöð í framhaldinu. Ökumaðurinn er á 18 ára aldursári og á yfir höfði sér ökuleyfissviptinu. 21.5.2011 09:31 Framandi kirkjustíll í Vesturbænum Söfnuður Moskvu-patríarkats rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur nú sýnt frumtillögu sína að kirkjubyggingu og safnaðarheimili ofan við Mýrargötu í Reykjavík. Yfirbragðið er nokkuð frábrugðið öðrum guðshúsum hérlendis og víst að byggingin mun setja mikinn svip á Vesturbæinn. 21.5.2011 09:15 Sögð hafa misnotað traust Á flokksráðsfundi Vinstri grænna verður í dag gengið til atkvæða, meðal annars um ályktun þar sem lagt er til að flokkurinn harmi úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum. 21.5.2011 07:00 Allar heimildir verði seldar á uppboðum Þingflokkur Hreyfingarinnar kynnti í gær frumvarp sitt til laga um stjórn fiskveiða. 21.5.2011 06:00 Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. 21.5.2011 05:00 Icesave hvergi nærri lokið Ekki má útiloka að Icesave-málið endi fyrir EFTA-dómstólnum og að Bretar og Hollendingar láti á reyna að sækja vaxtagreiðslur í vasa stjórnvalda hér vegna fjármuna sem notaðir voru til að greiða út lágmarkstryggingu til innstæðueigenda. 21.5.2011 05:00 Segja stálvirki Hörpu vera í himnalagi Fjöldi mynda hefur birst á vef Arkitektafélags Íslands á undanförnum vikum af stálvirki Hörpu á lokaspretti framkvæmdanna. Á sumum myndanna, sem teknar voru 17. apríl, gefur að líta ryð og tæringu á stálinu en eins og kunnugt er þurfti að taka niður stálvirki á suðurhlið hússins þegar upp komst um framleiðslugalla í stálinu síðasta sumar. 21.5.2011 05:00 Vilja lögbann á kvótafrumvarp Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða krafðist í gær lögbanns á lagafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. 21.5.2011 05:00 Hafna þúsundum unglinga Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær veita ekki öllum ungmennum sumarvinnu sem sótt hafa um. 21.5.2011 04:00 Beindi nýjum fyrirspurnum til allra ráðherra Forsætisráðherra gat ekki svarað fyrirspurn þingmanns um verktakagreiðslur til sérfræðinga í ráðuneytum. Þingmaður lét ekki þar við sitja heldur beindi nýjum fyrirspurnum til allra ráðherra í ríkisstjórninni. 20.5.2011 19:08 Boða yfirvinnubann Að öllu óbreyttu mun allsherjaryfirvinnubann flugumferðarstjóra taka gildi þrítugasta maí en kjaraviðræðum þeirra miðar hægt áfram. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir bannið skapa mikla óvissu um ferðastarfsemi sumarsins. 20.5.2011 18:55 Dúxinn í Verzló fær 600 þúsund krónur í styrk Verzlunarskóli Íslands brautskráir á morgun 287 nemendur með stúdentspróf en skólaslitin eru þau 106. í sögu skólans. 20.5.2011 18:12 Margir ökumenn keyrðu alltof hratt Brot 17 ökumanna voru mynduð í Heiðargerði í Reykjavík í dag. 20.5.2011 17:34 Klovnbræður tala um aldraða hvolpa, mótorhjólaslys og parkour Félagarnir Casper og Frank úr Klovn voru hreint ekkert að spá í bíómyndir þegar Sigríður Elva úr Íslandi í dag náði tali af þeim á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. 20.5.2011 17:00 Ammoníakleki í Fisk Seafood Allt tiltækt lið brunavarna Skagafjarðar var kallað út að höfuðstöðvum Fisk Seafood á Sauðárkróki vegna ammoníakleka á fjórða tímanum. Þetta kemur fram á skagfirska vefnum Feyki. 20.5.2011 16:29 Reyndi að selja 100 krónur á eina og hálfa milljón Umsjónarmaður seðlasafns Íslandsbanka var handtekinn á þriðjudag, grunaður um að hafa stolið 100 króna seðli frá 1904, úr safni bankans og reynt að koma þeim í verð. Þetta kemur fram á Pressunni. 20.5.2011 15:59 Black Pistons meðlimir áfram í gæsluvarðhaldi Tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 20.5.2011 15:52 Blindrafélagið kvartar til umboðsmanns Alþingis Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu við lögblinda í Kópavogsbæ, en samkvæmt honum samræmist sú þjónusta sem boðið er upp á lögum um málefni fatlaðra. Blindrafélagið telur þessa niðurstöðu ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra. Þá telur félagið það ótækt að mál er varða réttindi fatlaðra fái aðra og óvandaðri stjórnsýslumeðferð en lög kveða á um. Félagið vinnur því að því að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. „Í umfjöllun um úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, frá 13 maí s.l. heldur Kópavogsbær því fram að úrskurðurinn feli í sér að Kópavogsbær uppfylli lagaskyldur sínar við blinda íbúa bæjarfélagsins þegar kemur að ferðaþjónustu . Þetta er algerlega röng ályktun. Úrskurður nefndarinnar fjallar eingöngu um stjórnsýslukæru vegna eins einstaklings og er ekki allsherjar heilbrigðisvottorð fyrir ferðaþjónustu við blinda Kópavogsbúa,“ segir í tilkynningu frá Blindrafélaginu. Blindrafélagið er reyndar þeirrar skoðunar að úrskurðurinn sé rangur og mun senda kvörtun til Umboðsmanns Alþingis til að fá úr því skorið hvort að sú stjórnsýsla sem hér um ræðir, bæði að hálfu Kópavogsbæjar og Velferðarráðuneytisins standist markmið þeirra laga sem við eiga og ákvæða í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 20.5.2011 15:44 Þóra Elín jarðsungin eftir helgi Útför Þóru Elínar Þorvaldsdóttur sem lést fimmtudaginn 12. maí. síðastliðinn mun fara fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. maí klukkan 14:00. 20.5.2011 14:56 Kópavogsbær uppfyllir skyldur gagnvart blindum Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp þann úrskurð að sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veitir lögblindum einstaklingum í bænum samræmist lögum um málefni fatlaðra. 20.5.2011 14:32 Dæmdur fyrir árás- sagðist vera við fæðingu Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á starfsmann Innheimtustofnunar sveitarfélaga í ágúst 2009. Maðurinn sló til hans og klóraði hann á hálsi, með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut klór á hálsi og væga tognun á hægri baugfingri. 20.5.2011 13:53 Fara í herferð gegn munntóbaksnotkun 20.5.2011 13:30 Bandaríkjamenn vilja meira af Yrsu Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu Sigurðardóttur. Um er að ræða bækurnar Auðnin og Ég man þig. 20.5.2011 12:42 Mehdi látinn laus í dag - á yfir höfði sér 4 ára fangelsi Íranski hælisleitandinn sem reyndi að kveikja í sér gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Honum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. 20.5.2011 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Atli Gíslason: Þetta var ekki sáttatilraun Forysta Vinstri grænna fullyrðir að mikill sáttahugur hafi ríkt á flokksráðsfundi sem lauk í dag gagnvart þremenningunum sem sögðu sig úr þingflokki VG. Einn þremenninganna segist frekar telja sáttahuginn í orði en í verki. 21.5.2011 18:49
Svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda Mörg þúsund manns fylgdust með Fæðingu Venusar á Austurvelli í dag þegar Listahátíð í Reykjavík hófst. Þar var á ferðinni útisýning katalónska fjöllistahópsins La Fura dels Baus sem naut aðstoðar yfir 60 Íslendinga en um óvenjulegan gjörning var að ræða. 21.5.2011 17:46
Lögreglu- og slökkviliðsmenn á frívakt aðstoðuðu drenginn Drengurinn sem fluttur var með hraði til Reykjavíkur fyrr í dag eftir alvarlegt slys í Sundhöll Selfoss fannst meðvitundarlaus í innilaug sundhallarinnar. Endurlífgun hófst þegar á staðnum að hálfu aðstandenda, starfsmanna og sundlaugargesta, en tveir lögreglumenn og sjúkraflutningamaður á frívakt auk björgunarsveitarmanns voru fyrir tilviljun staddir í lauginni. Farið var með drenginn, sem er á sjötta aldursári, á Barnaspítala Hringsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans. 21.5.2011 16:40
Húsfyllir á fyrirlestri Nóbelsverðlaunahafa Húsfyllir var í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag þegar ástralsk-bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Elizabeth Blackburn flutti þar erindi í tengslum við aldarafmæli skólans. Uppgötvanir Elizabeth og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks, eins og það er orðað í tilkynningu frá HÍ. 21.5.2011 16:28
Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll Mikill fjöldi fólks kom saman við Austurvöll um klukkan þrjú í dag til að fylgjast með opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur sem var mikið sjónarspil, en þar var á ferðinni katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus. 21.5.2011 15:45
Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisisns hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. 21.5.2011 15:30
Markar stefnu til næstu ára Formaður Rauða kross Íslands segir Rauða krossinum trúað fyrir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því þurfi að efla starf félagsins. Á aðalfundi Rauða krossins í dag var samþykkt ný stefna til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2020. Þá var Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kjörin nýr varamaður í stjórn félagsins. 21.5.2011 15:22
Karlmaður brenndist í gassprengingu á Rangárvöllum Karlmaður brenndist þegar eldur kom upp í litlu svefnhúsi á sumarbústaðalóð í landi Svínhaga á Rangárvöllum snemma í morgun. Allt lítur út fyrir að um gassprengingu hafa verið að ræða en talið er að eldurinn hafi kviknað þegar maðurinn ætlaði að hita sér kaffi með gashitara. Maðurinn náði sjálfur að láta vita af sér en hann hlaut talsverð brunasár. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. 21.5.2011 15:03
Bjartsýnn formaður Ed Miliband, formaður breska Verkamannaflokksins, er fullviss um að flokkurinn geti og muni sigra í næstu þingkosningum. Í kosningunum á síðasta ári tapaði flokkurinn meirihluta sínum á breska þiningu og í framhaldinu mynduðu Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar samsteypustjórn undir forystu David Cameron. 21.5.2011 14:25
Alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi Ungur drengur var fluttur með hraði á Landspítalann eftir alvarlegt sundlaugarslys á Selfossi á öðrum tímanum í dag. Lögreglubifreið og lögreglubifhjól veittu sjúkrabifreiðinni sérstakan forgang auk þess sem umferðarljósum var stýrt svo hægt væri að flytja drenginn hratt og örugglega á spítalann. Samkvæmt heimildum fréttastofu er drengurinn sjö ára. Ekki fengust upplýsingar um tildrög slyssins þegar eftir því var leitað. 21.5.2011 13:50
Össur hræðist ekki kosningar síðar á árinu Utanríkisráðherra hræðist ekki þingkosningar síðar á þessu ári þar sem málin séu að leggjast með stjórninni. Hann telur ástæðulaust að ganga til kosninga ef ríkisstjórn er með þingmeirihluta og kemur málum sínum þokkalega fram. 21.5.2011 13:29
Telja brýnt að endurskoða skipulag VG Fulltrúar í flokksráði Vinstri grænna telja brýnt að endurskoða skipulag flokksins, en tillaga þess efnis var samþykkti á fundi ráðsins í dag. Stjórn VG er ætlað að skipa fimm manna nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða skipulag flokksins með það að markmiði að styrkja og efla í hvívetna samskipti, tengsl og áhrif stofnana hans s.s. sveitarstjórnarfólks, svæðisfélaga, flokksráðs, stjórnar flokksins og þingflokks, líkt og það er orðað á ályktun. 21.5.2011 13:09
Nafn konunnar Konan sem legið hefur á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir á heimili sínu lést í gær. Eiginmaður hennar á yfir höfði sér ákæru fyrir morð. 21.5.2011 12:50
Illa rökstudd yfirhylming Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. 21.5.2011 12:28
Varað við hálkublettum Vegagerðin varar við hálkublettum á Vestfjörðum í kringum Ísafjörð og í Ísafjarðardjúpi. Hálka og er á Gemlufallsheiði, á Flateyrarvegi, Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka er á Hrafnseyrarheiði og á Dynjandisheiði en þar er verið að hreinsa. Þá eru einnig hálkublettir á Klettshálsi og Hjallhálsi. 21.5.2011 12:22
Snorri í Betel: Dómsdagur í fyrsta lagi eftir þúsund ár Heimsendir er hvergi hafinn þvert á dómadagsspár bandarísks predikara. Snorri í Betel segir að endalok veraldar geti ekki verið tímasett fyrir mönnum þannig að þeir viti tíma eða tíðir. 21.5.2011 12:20
Rekstur Landspítalans innan heimilda „Fjárhagslega er rekstur spítalans innan heimilda sem er ótrúlegur árangur á þessum niðurskurðartímum en eins og ég hef áður nefnt þurfum við að skera niður um 730 milljónir á þessu ári í beinu framhaldi af hinum mikla þriggja milljarða niðurskurði síðasta árs,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á heimasíðu spítalans. 21.5.2011 11:41
Lykillinn að langlífi fundinn? Uppgötvarnir Nóbelsverlaunahafans dr. Elizabeth Blackburn hafa breytt skilningi manna á öldrun. Hún hefur sýnt fram á slæm áhrif streitu á litningaenda og ávinning hreyfingar. Elizabeth mun fjalla um þetta í erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14 í dag. Uppgötvanir hennar og samstarfsmanna hennar skipta miklu máli fyrir skilning manna á áhættuþáttum sem snúa að hjartasjúkdómum og krabbameini og einnig á áhrifum streitu á lífslengd fólks. 21.5.2011 11:25
Konan er látin Konan sem varð fyrir alvarlegri árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun fyrir viku er látin. Konan lá þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hún lést í gær. Hún var á fimmtudagsaldri. 21.5.2011 10:27
Hafna þúsundum ungmenna um sumarvinnu Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær hafna þúsundum ungmenna sem hafa sótt um sumarvinnu hjá sveitarfélögunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að 3800 ungmenni 17 ára og eldri hafi sótt um sumarvinnu hjá borginni en ætlunin er að ráða 1900 - sem þó eru mun fleiri en í fyrra. Sautján ára ungmenni fá vinnu í fjórar vikur en eldri í sex til átta vikur. 21.5.2011 10:01
Bílvelta í Strandgötu Karlmaður á fimmtudagsaldri var fluttur á slysadeild í nótt eftir að bifreið sem hann ók um Strandgötu í Hafnarfirði valt. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild né um tildrög slyssins hjá lögreglu. Slysið varð á þriðja tímanum til móts við íþróttahúsið í Strandgötu, samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 21.5.2011 09:52
Ók of hratt og reyndist einnig ölvaður Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur á Biskupstungnabraut um klukkan eitt eftir miðnætti. Hann reyndist einnig ölvaður og var færður á lögreglustöð í framhaldinu. Ökumaðurinn er á 18 ára aldursári og á yfir höfði sér ökuleyfissviptinu. 21.5.2011 09:31
Framandi kirkjustíll í Vesturbænum Söfnuður Moskvu-patríarkats rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur nú sýnt frumtillögu sína að kirkjubyggingu og safnaðarheimili ofan við Mýrargötu í Reykjavík. Yfirbragðið er nokkuð frábrugðið öðrum guðshúsum hérlendis og víst að byggingin mun setja mikinn svip á Vesturbæinn. 21.5.2011 09:15
Sögð hafa misnotað traust Á flokksráðsfundi Vinstri grænna verður í dag gengið til atkvæða, meðal annars um ályktun þar sem lagt er til að flokkurinn harmi úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum. 21.5.2011 07:00
Allar heimildir verði seldar á uppboðum Þingflokkur Hreyfingarinnar kynnti í gær frumvarp sitt til laga um stjórn fiskveiða. 21.5.2011 06:00
Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. 21.5.2011 05:00
Icesave hvergi nærri lokið Ekki má útiloka að Icesave-málið endi fyrir EFTA-dómstólnum og að Bretar og Hollendingar láti á reyna að sækja vaxtagreiðslur í vasa stjórnvalda hér vegna fjármuna sem notaðir voru til að greiða út lágmarkstryggingu til innstæðueigenda. 21.5.2011 05:00
Segja stálvirki Hörpu vera í himnalagi Fjöldi mynda hefur birst á vef Arkitektafélags Íslands á undanförnum vikum af stálvirki Hörpu á lokaspretti framkvæmdanna. Á sumum myndanna, sem teknar voru 17. apríl, gefur að líta ryð og tæringu á stálinu en eins og kunnugt er þurfti að taka niður stálvirki á suðurhlið hússins þegar upp komst um framleiðslugalla í stálinu síðasta sumar. 21.5.2011 05:00
Vilja lögbann á kvótafrumvarp Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða krafðist í gær lögbanns á lagafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. 21.5.2011 05:00
Hafna þúsundum unglinga Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær veita ekki öllum ungmennum sumarvinnu sem sótt hafa um. 21.5.2011 04:00
Beindi nýjum fyrirspurnum til allra ráðherra Forsætisráðherra gat ekki svarað fyrirspurn þingmanns um verktakagreiðslur til sérfræðinga í ráðuneytum. Þingmaður lét ekki þar við sitja heldur beindi nýjum fyrirspurnum til allra ráðherra í ríkisstjórninni. 20.5.2011 19:08
Boða yfirvinnubann Að öllu óbreyttu mun allsherjaryfirvinnubann flugumferðarstjóra taka gildi þrítugasta maí en kjaraviðræðum þeirra miðar hægt áfram. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir bannið skapa mikla óvissu um ferðastarfsemi sumarsins. 20.5.2011 18:55
Dúxinn í Verzló fær 600 þúsund krónur í styrk Verzlunarskóli Íslands brautskráir á morgun 287 nemendur með stúdentspróf en skólaslitin eru þau 106. í sögu skólans. 20.5.2011 18:12
Margir ökumenn keyrðu alltof hratt Brot 17 ökumanna voru mynduð í Heiðargerði í Reykjavík í dag. 20.5.2011 17:34
Klovnbræður tala um aldraða hvolpa, mótorhjólaslys og parkour Félagarnir Casper og Frank úr Klovn voru hreint ekkert að spá í bíómyndir þegar Sigríður Elva úr Íslandi í dag náði tali af þeim á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. 20.5.2011 17:00
Ammoníakleki í Fisk Seafood Allt tiltækt lið brunavarna Skagafjarðar var kallað út að höfuðstöðvum Fisk Seafood á Sauðárkróki vegna ammoníakleka á fjórða tímanum. Þetta kemur fram á skagfirska vefnum Feyki. 20.5.2011 16:29
Reyndi að selja 100 krónur á eina og hálfa milljón Umsjónarmaður seðlasafns Íslandsbanka var handtekinn á þriðjudag, grunaður um að hafa stolið 100 króna seðli frá 1904, úr safni bankans og reynt að koma þeim í verð. Þetta kemur fram á Pressunni. 20.5.2011 15:59
Black Pistons meðlimir áfram í gæsluvarðhaldi Tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 20.5.2011 15:52
Blindrafélagið kvartar til umboðsmanns Alþingis Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu við lögblinda í Kópavogsbæ, en samkvæmt honum samræmist sú þjónusta sem boðið er upp á lögum um málefni fatlaðra. Blindrafélagið telur þessa niðurstöðu ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra. Þá telur félagið það ótækt að mál er varða réttindi fatlaðra fái aðra og óvandaðri stjórnsýslumeðferð en lög kveða á um. Félagið vinnur því að því að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. „Í umfjöllun um úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, frá 13 maí s.l. heldur Kópavogsbær því fram að úrskurðurinn feli í sér að Kópavogsbær uppfylli lagaskyldur sínar við blinda íbúa bæjarfélagsins þegar kemur að ferðaþjónustu . Þetta er algerlega röng ályktun. Úrskurður nefndarinnar fjallar eingöngu um stjórnsýslukæru vegna eins einstaklings og er ekki allsherjar heilbrigðisvottorð fyrir ferðaþjónustu við blinda Kópavogsbúa,“ segir í tilkynningu frá Blindrafélaginu. Blindrafélagið er reyndar þeirrar skoðunar að úrskurðurinn sé rangur og mun senda kvörtun til Umboðsmanns Alþingis til að fá úr því skorið hvort að sú stjórnsýsla sem hér um ræðir, bæði að hálfu Kópavogsbæjar og Velferðarráðuneytisins standist markmið þeirra laga sem við eiga og ákvæða í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 20.5.2011 15:44
Þóra Elín jarðsungin eftir helgi Útför Þóru Elínar Þorvaldsdóttur sem lést fimmtudaginn 12. maí. síðastliðinn mun fara fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. maí klukkan 14:00. 20.5.2011 14:56
Kópavogsbær uppfyllir skyldur gagnvart blindum Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp þann úrskurð að sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veitir lögblindum einstaklingum í bænum samræmist lögum um málefni fatlaðra. 20.5.2011 14:32
Dæmdur fyrir árás- sagðist vera við fæðingu Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á starfsmann Innheimtustofnunar sveitarfélaga í ágúst 2009. Maðurinn sló til hans og klóraði hann á hálsi, með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut klór á hálsi og væga tognun á hægri baugfingri. 20.5.2011 13:53
Bandaríkjamenn vilja meira af Yrsu Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu Sigurðardóttur. Um er að ræða bækurnar Auðnin og Ég man þig. 20.5.2011 12:42
Mehdi látinn laus í dag - á yfir höfði sér 4 ára fangelsi Íranski hælisleitandinn sem reyndi að kveikja í sér gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Honum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. 20.5.2011 12:07