Fleiri fréttir

Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag

Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil.

Sjómenn funda í dag

Verður það fyrsti fundur deilenda eftir að sjómenn samþykktu í síðustu viku, með miklum meirihluta atkvæða, að boða til ótímabundins verkfalls 10. nóvember næstkomandi.

Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum

Brynhildur Davíðsdóttir prófessor sem kjörin var í stjórn Matís að henni forspurðri tekur ekki sætið. Afsettur stjórnarformaður telur að boða þurfi nýjan aðalfund og kjósa alla stjórnina að nýju. Því hafnar ráðuneytisstjóri sj

Tveir utanþingsráðherrar í framboði

Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar.

Lokka skoska skíðagarpa til Íslands

Allir þeir sem kaupa árskort á skíðasvæðum Skotlands, meðal annars í Cairngorms, Glencoe Glenshee og Nevis Range, fá einnig aðgang að skíðasvæðum hér á landi. Frá þessu greinir breska fréttaveitan Courier.

Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér

Sýrlenskir hælisleitendur eru einungis um fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári. Aldrei hafa jafn margir sótt um hæli hér á landi, en flestir eru frá löndum sem ekki flokkast sem stríðshrjáð lönd.

Umgengnisforeldrar enn óskráðir

Foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna hjá sér eru enn skráðir barnlausir í Þjóðskrá þrátt fyrir þingsályktunartillögu sem átti að gera bragarbót á því. Umgengnisforeldrar búa við lakari réttindi.

Stöðumælasektir hækka og gjald tekið við bílastæðin við Sólfarið

Samþykki borgarráð Reykjavíkur í dag tillögu framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, Kolbrúnar Jónatansdóttur, um gjaldskrárhækkun vegna stöðumælasekta, munu sektirnar hækka verulega. Þá verður einnig tekið fyrir nýtt gjaldsvæði við Sólfarið en bílastæðin við verk Jóns Gunnars Árnasonar hafa hingað til verið gjaldfrjáls.

Hrunið gerbreytti pólitísku landslagi

Yrðu niðurstöður kosninga sem fram fara á laugardaginn í takt við nýja skoðanakönnun yrði það ein versta niðurstaða í sögu Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaprófessor telur flokkinn þó geta vel við unað miðað við klofningsframb

Gestastofan verður dýrari

Bygging gestastofu á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum verður 20 prósent dýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð Þingvallanefndar frá 6. september sem birt var í gær.

Gamalt úrelt húsnæði er vandamálið

Húsnæði endurhæfingardeildar Landspítalans á Grensási stendur starfseminni fyrir þrifum. Deildin sinnir þeim verst förnu eftir slys og veikindi hér á landi, en getur ekki veitt nauðsynlega sálfræðiþjónustu eða hjúkrun vegna undirmönnu

Ökutækjatryggingar hækka vegna meiri tjónakostnaðar

Fólk er í auknum mæli að sækja sér bætur vegna smávægilegra líkamstjóna eftir umferðaslys. Þetta veldur því að iðgjöld ökutækjatrygginga eru að hækka. Þetta segir framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði. Hann vill meina að fjöldi lögmannstofa sem sérhæfi sig slysabótum hafi áhrif.

Rýna í kosningamyndböndin

Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni á framfæri en algengt er að framboð birti myndbönd þar sem frambjóðendur eða stefna flokksins er kynnt.

Guðni afhenti Yasuaki 50. iPadinn frá iStore

Yasuaki Daungkaeo Haji fimm ára gamall fjölfatlaður drengur fékk í dag iPad að gjöf frá versluninni iStore í Kringlunni. Yasuaki er 50. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá versluninni og afhenti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands honum iPadinn við fallega athöfn í iStore í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Raunveruleg hætta er á að Samfylking og Björt framtíð detti út af þingi samkvæmt könnun þrír sex fimm - Sjálfstæðismenn eru með afgerandi forystu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn.

Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir

Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi.

Rjúpan er fyrir austan

Ólafur K Nielsen fuglafræðingur segir að þegar auð jörð sé hópist rjúpan saman sem getur gefið villandi mynd. Rjúpustofninn er í lágmarki.

Útiloka tilbúnar náttúrulaugar

Vinnuhópur Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um baðstaði í náttúrunni hefur kveðið upp úr um að ekki sé hægt að búa til svokallaða náttúrulaug.

Hvalir fá ekki griðasvæði

Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir