Fleiri fréttir

Ástandið eldfimt hjá slökkviliði Laugargerðis

Slökkviliðið í Laugargerði er ekki útkallshæft vegna gamalla tækja og tóla. Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðsbílinn vera jeppagarm og ítrekar enn á ný við sveitarstjórnarmenn að gera eitthvað í málunum.

Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur

Allur regnbogasilungur sem hér er alinn í sjókvíum kemur frá sömu seiðaeldisstöðinni í Danmörku. Því er ekki hægt að rekja slysasleppingar til einstakra eldisfyrirtækja miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur um eldið.

Búa til skilti fyrir morgundaginn

Formenn tveggja helstu stéttarfélaga landsins voru meðal þeirra sem tóku þátt í kröfuskiltagerð sem fór fram á Hallveigarstöðum í dag. Þær segja enn vera allt of langt í land í að jafna laun kynjanna.

Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum

Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð.

Forvarnarlyf gæti dregið úr HIV-smitum

Noregur varð í vikunni fyrsta land í heimi til að innleiða í sjúkratryggingakerfi sitt forvarnarlyf gegn HIV sem getur komið í veg fyrir smit hjá áhættuhópum. Formaður HIV samtakanna á Íslandi telur að fylgi Sjúkratryggingar Íslands því fordæmi gæti það dregið úr frekari útbreiðslu smita hér á landi og leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu.

Sjá næstu 50 fréttir