Fleiri fréttir

Vísbendingar komnar um dánarorsök

Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er.

Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu

Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu.

Fundað um Kvennaathvarf

Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra ætlar á komandi vikum að eiga fundi með borgarstjóra og Kvennaathvarfinu og meðal þess sem verður rætt um eru húsnæðisúrræði fyrir skjólstæðinga athvarfsins.

Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða

Verktaki sem byggir íbúðar- og verslunarhús þar sem hafnargarður var skyndilega friðlýstur gerir enn kröfu um að ríkið greiði 600 milljóna króna kostnað þótt forstöðumaður Minjastofnunar hafi sagt kröfuna úr sögunni fyrr í vetur.

Garðabær vill kaupa Vífilsstaðalandið

Garðabær hefur falast eftir því að kaupa Vífilsstaðalandið af ríkinu og hafa fimm samningafundir verið haldnir milli aðila á síðustu mánuðum. Hugmyndir um nýtt sjúkrahús og aukna íbúðabyggð hafa skotið upp kollinum á síðustu ár

Jarðskjálfti í Kötluöskjunni

Jarðskjálfti af stærð 3,3 mældist í norðanveðri Kötluöskju í Mýrdalsjökli á sjöunda tímanum í kvöld.

Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.

Íslendingar „ekkert svo skyldir“ Donald Trump

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna eru skyldir í 25. ættlið ef marka má ættfræðirannsóknir Odds F. Helgason sem rakið hefur ættir þjóðhöfðingjanna tveggja.

Tíkin Tinna er öll

Hundurinn Tinna sem leitað hefur verið að síðan 29. desember fannst dauð við smábátahöfnina í Keflavík og segir eigandi hennar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson að svo virðist vera sem dauða hennar hafi borið að hendi af mannavöldum.

Þrisvar sinnum fleiri svipta sig lífi en deyja í bílslysum

Fjörutíu til fimmtíu manns svipta sig lífi hér á landi á ári hverju og er meirihlutinn karlmenn. Það eru þrisvar sinnum fleiri en deyja í bílslysum að jafnaði. Landlæknisembættið hefur ekki ráðist í árvekniátak til að berjast gegn sjálfsvígum líkt og á fyrstu árum þessarar aldar en embættið er stöðugt að vinna í að auka fræðslu og skilning á þunglyndi.

Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir

Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út.

Eymdin mjög skemmd en stendur enn

Slökkvistarfi Brunavarna Árnessýslu við Eymdina á Stokkseyri lauk fyrir miðnætti í gær, en eldurinn tók sig aftur upp nokkrum tímum seinna.

Lagðist til svefns í geymslu

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um mann á stigagangi húseignar í Garðabæ.

Næturgesturinn mátti ekki koma

Næturvörður á hóteli í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á laugardagsnótt eftir að maður sem gisti þar hafði veist að honum.

Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni

Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassa­hrauni. Kanna aðflug að þremur ímynduðum flugbrautum. Bregðast við ráðleggingum Rögnunefndarinnar um könnun flugvallarskilyrða á staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir