Fleiri fréttir

Suðaustan stormur í helgarkortunum

Það verður ákveðin suðaustanátt á landinu í dag og á morgun með éljaveðri í flestum landshlutum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur

Ferðalöngum er reglulega meinað að fljúga til Bandaríkjanna líkt og hinum velska Juhel Miah. Flugfélög fá tilmæli að utan en fá ekki að vita ástæðuna. Miah segist ekki vita ástæðu þess að honum var vísað úr flugvél Icelandair.

Beiðni Hafró um rannsóknafé ekki sinnt

Stjórnvöld sinna ekki ítrekuðum óskum Hafrannsóknastofnunar um aukið rannsóknafé. Getur ekki uppfyllt lögbundið hlutverk sitt. Mikil þörf á rannsóknum. Útgerðin borgaði 25 milljóna leiðangur sem gaf 17 milljarða loðnukvóta.

Vantar fólk í meira en 30 stöðugildi

Ráðningarstaðan í leikskólum Reykjavíkurborgar hefur í vetur verið nokkru verri en veturinn 2015-2016, samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Hótel Laxá ber af sér sakir í kjölfar umfjöllunar Kastljóss

"Frárennslismál frá hreinsistöð við Hótel Laxá eru í lagi. Hótelið hefur ekki farið fram á neinar undanþágur vegna slíkra mála.” Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem Hótel Laxá sendi frá sér í kjölfar umfjöllunar um frárennslismál við Mývatn í þætti Kastljóss í kvöld.

Segir kerfið mjög seinvirkt í tálmunarmálun

Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið vera mjög seinvirkt og að stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi.

Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði

Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Stytta þarf málsmeðferðartíma í umgengnismálum og skilgreina tálmun á umgengni foreldris við barn sitt, sem andlegt ofbeldi. Þetta segir sérfræðingur í barnarétti, sem rætt verður við í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum.

Yfirheyrslur ekki á döfinni

Þrír menn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að klára rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur.

Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra

Flugþjónustufyrirtækið IGS gerir upp gamalt dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu erlendir starfsmenn flytja inn í vor. Fyrirtækinu dugði ekki að kaupa þrjár blokkir undir erlent vinnuafl. Ráða 220 erlenda starfsmenn fyrir sumarið.

Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ

Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn.

Sjá næstu 50 fréttir