Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um sögulega rannsókn sem sýnir að 1 af hverjum 226 Íslendingum er með svokallað Lynch-heilkenni.

Einn af hverjum 226 Íslendingum með Lynch-heilkenni

Fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi varpar ljósi á algengi arfgengrar stökkbreytingar sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Niðurstaðan er mesta algengi sem hefur verið lýst eða 0,442% af íslensku þjóðinni.

7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana

Opið hús í St. Jósefsspítala

Hafnarfjarðarbær hóf viðræður við íslenska ríkið um kaup á spítalanum á síðasta ári en Hafnarfjarðarbær átti 15 prósenta hlut í sjúkrahúsinu og ríkið 85 prósenta hlut.

Rannsókn og lögsaga afstýri 18 ára fangelsi

Sækjandi telur átján ára fangelsi hæfilega refsingu handa Thomasi Møller Olsen. Verjandi segir lögregluna ekki hafa kannað málið ofan í kjölinn og handtöku hans ólögmæta. Niðurstaða dómara málsins er væntanleg innan fjögurra vikna.

Arpaio lykilmaður í íslensku dómsmáli

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að náða umdeildan lögreglustjóra. Sá lýsir sér sem harðasta lögreglustjóra Bandaríkjanna og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma í garð rómanskamerískra.

Hitamet slegið á Egilsstöðum

„Þetta var næstum því eins og á Jamaíka,“ segir Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi Vídjófluga, íbúi á Egilsstöðum, um hitametið sem slegið var í bænum í gær.

Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco

Um 8,3 prósent landsmanna, eða næstum tíundi hver, ætla ekki að versla við Costco. Næstum tveir af hverjum þremur hafa nú þegar lagt leið sína í Kauptún í Garðabæ. SVÞ telja bagalegt að ekkert sé vitað um áhrifin á aðrar verslanir.

Togarasjómaður ákærður fyrir að berja kokkinn

Skipverji á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa í stakkageymslu togarans slegið annan skipverja hnefahöggi í andlitið með alvarlegum afleiðingum.

Ráðherra ætlar ekki að stöðva lokun Háholts

Félagsmálaráðherra ætlar að leyfa ákvörðun Barnaverndarstofu varðandi þjónustusamning við Háholt í Skagafirði að standa. Starfsmenn og sveitarstjórn vilja reka heimilið áfram.

Eldur á Hótel Selfossi

Eldur stóð upp úr þaki á veitingastað hótelsins en um var að ræða sótbruna í kamínu.

Halda hita á sjómönnum í ísköldum sjó

Fréttastofa Stöðvar 2 tók þátt í æfingu Slysavarnaskóla Landsbjargar í Faxaflóa í dag. Þar voru nemendur íklæddir nýjum blautbúningum hífðir úr köldum sjó af þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þriðjungi fleiri leituðu til neyðarmóttökunnar í sumar

Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru.

Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum.

„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“

Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Sjá næstu 50 fréttir