Fleiri fréttir

Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi

Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu, segir formaður Blaðamannafélagsins.

Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd

Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu.

Vilja frekari skorður við kaupum útlendinga

Stór hluti Íslendinga vill að settar verði frekari skorður við jarðakaupum útlendinga hér á landi. Ráðherra getur veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til kaupa. Þingmaður Framsóknar telur undanþágur í lögunum vera of margar.

Krakkarnir læri sjálfsvörn

"Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins.

Áslaug lækaði að ósk um fund væri lýðskrum

Nefndarformaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýsti velþóknun sinni á Twitter-færslu það var kallað lýðskrum þegar þingmenn óskuðu eftir þingnefndarfundum. Þingmaðurinn segir að færslan eigi ekki við um hennar nefnd.

Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi

Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið.

Hnúðlax í stórsókn og nálgast Barnafoss

Fiskifræðingur segir ekki óhugsandi að Kyrrahafstegundin hnúðlax hrygni í íslenskum ám. Óvenju mikið hefur verið um hnúðlax víða um land í sumar. Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum veiddi á dögunum slíkan fisk mjög ofarlega í Hvítá í Borgarfirði. "Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr.“

Garðbæingar klæðast 66°Norður úlpum og aka um á Land Rover

Þátttakendur í fjórum rýnihópum um þjónustu Garðabæjar nefndu ítrekað að bærinn væri einsleitt samfélag fyrir vel stætt fólk og að útlit og hegðun til dæmis ungmenna væri dæmi um að þar væru flestir með iPhone-síma, í 66°Norður úlpum og fólk æki um á Land Rover Discovery.

Öryggisverðir gæta sjúklinga í sjálfsvígshættu á Akureyri

Öryggismiðstöðin sér um eftirlit á Sjúkrahúsinu á Akureyri á álagstímum, stundum sólarhringum saman. Geðsvið Landspítalans nýtir ekki slíka þjónustu en er með sams konar samning. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar er hugsi yfir þessari leið og leggur áherslu á mikilvægi fræðslu fyrir ófagmenntað starfsfólk.

Síbrotamaður dæmdur í níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir á þriðja tug lögbrota. Brotin voru framin á um tíu mánaða tímabili eða fram til maí á þessu ári.

Ný vinnsla ljós í myrkrinu fyrir Akranes

Bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í hinsta sinn í gær. Nokkrir starfsmenn sitja eftir án atvinnu. Ísfiskur hefur keypt vinnsluna og ætlar að færa starfsemi sína upp á Skaga.

Þjóðhátíðarstemming á Laugarvatni

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra kom færandi hendi á Laugarvatn í dag þegar hann mætti á staðinn til að gefa íbúum staðarins öll íþróttamannvirki ríkisins á Laugarvatni.

Koma svartolíu úr okkar lögsögu

Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Foreldrar tíu ára drengs sem reyndi að svipta sig lífi segjast upplifa algjöra höfnun innan heilbrigðiskerfisins og að drengurinn fái ekki nauðsynlega aðstoð.

Svartolía heyri fortíðinni til

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda.

Borgin heiðrar minningu Elku

Borgarráð hefur samþykkt að heiðra minningu Elku Björnsdóttur verkakonu með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu.

Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook

Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.

Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag

Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn.

Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist

Kötturinn Gosi sem garði garðinn frægan í Hveragerði er allur. Gosi var taugaveiklaður að upplagi en fór endanlega yfir um og varð kolgeggjaður að lokinni flugeldasýningu á Blómstrandi dögum segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Geta beðið átekta uns leigutíminn rennur út

Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka.

Sjá næstu 50 fréttir