Fleiri fréttir

Stund milli stríða í veðrinu

Það er stund milli stríða í veðrinu í dag, frekar meinlaus suðvestanátt með smáéljum vestantil á landinu, en léttskýjað eystra.

Ofaldir hrafnar valda andvöku

Kvartað hefur verið til Heilbrigðiseftirlits Austurlands undan því að fólk fóðri hrafna í útjaðri Egilsstaða.

Nálaskiptaprógamm fanga gæti reynst snúið

Starfshópur um aðgerðir gegn kynsjúkdómum leggur til að fangar fái aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangelsismálastjóri kveðst opinn fyrir öllum tillögum þó sumar geti reynst snúnar í framkvæmd.

Strætó lækkar aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt aftur í 67 ár

Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum í gær að færa aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt fyrirtækisins aftur niður í 67 ár úr 70 árum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., segir að stjórnin hafi verið sammála um að breytingin væri sanngjörn og hún mun koma til framkvæmda strax.

Árangurinn felst í samstöðu

Forseti ASÍ segir það alveg klárt mál að það sé í höndum félagsmanna VR að taka ákvörðun um úrsögn úr ASÍ. Samstaða stéttarfélaganna sé lykilatriði til þess að ná árangri í hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn.

Fækkun í Borgarfirði er tímabundin

"Það getur falist í því nokkur styrkleiki að vera með fámennan skóla því við höfum gott tækifæri á að fylgjast náið með okkar nemendum og veita þeim gott aðhald,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.

Hvorki fást svör né gögn frá kirkjuráði

Fréttablaðið hefur nú beðið í fimmtán vikur eftir gögnum af fundum kirkjuráðs í haust sem leið. Í fyrstu var sagt að erindin yrðu afgreidd en í tæpa tvo mánuði hafa engin svör fengist frá biskupi og framkvæmdastjóra kirkjuráðs.

Bíða með lóðina sem Spretta vill

Hafnarstjórn Hafnarfjarðar mun ekki ráðstafa lóð sem sprotafyrirtækið Spretta hefur óskað eftir við Strandgötu 86, undir gámaþorp fyrir ræktun spretta (e. microgreens) og salats, fyrr en frekari ákvörðun liggur fyrir um framtíðarskipan á svæðinu.

Danskeppni Samfés haldin í annað skipti

Hópurinn Fimman frá félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogi vann hópakeppnina en Jeff Mwangi úr félagsmiðstöðinni Garðalundi var sigurvegari einstaklingskeppninnar.

Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði

Hugmynd er um að beita dagssektum á sveitarfélög ef þau tryggja ekki geðfötluðum búsetuúrræði að meðferð lokinni. Vitað er að fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda leita til borgarinnar úr öðrum sveitarfélögum en borgin segir lítið um kosti á þröngum húsnæðismarkaði.

Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni

Börn á flótta eru sérlega viðkvæmur hópur en tíu börn dvöldu á vistheimilinu sem maðurinn, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni, vann á. Rauði krossinn mun boða þau börn sem enn eru á landinu til viðtals.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á vistheimili þar sem maður sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni starfaði. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fann 15 milljónir í veskinu

Kona af höfuðborgarsvæðinu hefur unnið tæpar 15 milljónir króna í Lottó eftir að hún fann vinningsmiða í veski sínu.

Sjá næstu 50 fréttir