Fleiri fréttir

Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þingmaður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins bæjarins með Landsneti.

Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar

Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðlabankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.

Læknafélagið skoðar greiðslur til verktaka

Læknafélag Íslands segir það ekki geta staðist að ódýrara sé fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, þvert á fullyrðingar framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Deilir bíl í útréttingar

Um þrjú hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu nota deilibíla reglulega en tólf slíkir bílar eru til.

Útlendingastofnun harmar mistök

Mannleg mistök urðu til þess að kanadískum námsmanni var tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa landið. Sviðsstjóri Útlendingastofnunar segist harma mistökin, farið hafi verið yfir málið hjá stofnuninni og gengið úr skugga um að svona mistök gerist ekki aftur.

Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum

Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi.

Kæra framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands hafa kært nýtt framkvæmdaleyfi vegna Brúarvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála.

Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun

Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar.

Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum

Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi.

ESA lokar máli um verðtryggð neytendalán

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur lokið við að skoða kvörtun sem varðaði meinta ranga innleiðingu á tilskipun sem innleidd var í lög um neytendalán á Íslandi.

Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana

Stafrænar tækniframfarir á sýningum bíómynda hafa á síðustu árum nánast gert út af við hið lögverndaða starf sýningarstjóra í kvikmyndahúsum. Formaður Félags sýningarstjóra segir félagsmönnum hafa fækkað og tölvurnar tekið yfir.

Áfram blæs í dag

Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland og miðhálendið.

Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun

Formaður húsfélags stendur fast við að hann hafi óskað viðtals við bæjarstjóra Kópavogs vegna deilu um bílageymslu þótt bæjarstjórinn kannist ekki við það. Bærinn bjóði enn óásættanlega lausn í málinu og megi því búast við dómsmáli.

Vill breytingar á vegalögum

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum.

Rukkað á salerni í Mjódd

Almenningssalerni í Mjódd voru opnuð á nýjan leik fyrir helgi en þau hafa verið lokuð í nokkur ár.

Sluppu undan rannsókn vegna anna

Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, Samherji, Síldarvinnslan og Gjögur, voru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um samkeppnishamlandi samráð. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins var hætt vegna anna við við skoðun á samrunum annarra fyrirtækja.

Sjá næstu 50 fréttir