Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 munum við meðal annars fjalla um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum.

Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi

Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri.

Rajeev fær að dvelja áfram á landinu

Eftir fjölmiðlaumfjöllun um mál Rajeevs óskaði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um meðferð umsóknarinnar.

Nasa-salurinn rifinn

Framkvæmdir á Landssímareitnum svokallaða við Austurvöll hófust í dag með niðurrifi Nasa-salarins sem deilur hafa staðið yfir um í mörg ár.

Mældu gasstyrk í Kristalnum

Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældu í dag gasstyrk í Kristalnum, íshelli í Breiðamerkurjökli, vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar.

Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum

Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum

Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins

Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu.

Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur

Fimm ár eru liðin frá því Davíð Örn Bjarnason losnaði úr farbanni í Tyrklandi eftir að hafa verið handtekinn grunaður um smygl á fornmun. Málið var hið undarlegasta frá upphafi til enda. 375 daga skilorðsbundið fangelsi var refsing Davíðs fyrir kaupin

Stöðva ekki vinnu við legsteinasafn

Framkvæmdir við legsteinasafn listamannsins Páls Guðmundssonar í Húsafelli verða ekki stöðvaðar á meðan leyst er úr kærumáli vegna safnsins.

Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir áhyggjuefni ef skólastjórnendur eru úrræðalausir til að takast á við alvarleg brot eftir álit umboðsmanns Alþingis. Brottvísun pilts fyrir stafrænt kynferðisofbeldi og vopnaburð var ólögmæt. Ráðherra boðar skoðun á verklagi.

Tvær milljónir í bilaðan goshver

Leggja á nýja leiðslu að goshver í Hveragarðinum í Hveragerði. Goshvernum hefur verið lokað þar sem tenging að honum er í ólagi.

Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð

Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa.

Ferðast fyrir tíu milljónir króna

Alls nam ferðakostnaður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkurborgar um tíu milljónum króna á síðasta ári en listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu var lagður fram á borgarráðsfundi á fimmtudag.

„Hún er bæði falleg og góð“

Sambúð eldri borgara og háskólanema á þrítugsaldri í þjónustuíbúðum við Norðurbrún gengur afar vel að sögn íbúa. Eldri íbúar aðstoða háskólanemann við lærdóminn, en á móti kennir hún þeim Facebook-notkun og íþróttir.

Höfuðborgarlistinn vill mannlega og góða borg

Oddviti nýstofnaðs Höfuðborgarlista hefur efasemdir um Borgarlínu, vill byggja Sundabraut sem fyrst og gera borgina mannlega og góða. Framboðið var kynnt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur síðdegis.

Flúðu íshelli vegna súrefnisleysis

Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á þessu ári. Þeir heita sex milljónum króna í fundarverðlaun fyrir búnaðinn.

Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag.

Óreiða í norðurljósaferðum

Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum.

Sjá næstu 50 fréttir