Fleiri fréttir

Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu

Bygging hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð er komin fram úr áætlun og mun kosta ríflega 140 milljónum meira en til stóð. Hópfjármögnun skoðuð til að ljúka verkinu en allsherjargoði hefur ávallt vonað að hofið rísi skuldlaust.

Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð

Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til.

Samgöngunefnd boðuð til fundar

Fundur hefst í umhverfis- og samgöngunefnd klukkan 9 í dag án þess að lausn hafi verið fundin á formannskrísu nefndarinnar.

Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig

Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda.

Telur að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikið áhyggjuefni að vinnuslysum fari fjölgandi meðal starfsmanna hins opinbera. Grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða, álag sé of mikið og það sé upplifun starfsfólks að störfin sem hurfu í hruninu hafi ekki skilað sér til baka.

Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku

Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið

Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð.

Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum

Færanlegir vaskar sem ekki uppfylla skilyrði gamallar reglugerðar tefja útgáfu starfsleyfis til grunnskóla Framsýnar í nýju húsnæði í Hafnarfirði. Voru með undanþágu en heilbrigðiseftirlitið vill nú álit Umhverfisstofnunar á vöskunu

Stefnir í val milli Jóns og Hönnu

Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku.

Dregið úr hraða á Hringbrautinni

Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær.

Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir

Stjórn Íslandspósts hafnaði því á fundi í febrúar 2017 að tilefni væri til að gera úttekt á félaginu. Réttara væri að beina sjónum að stjórnsýslunni og því skilningsleysi sem rekstur fyrirtækisins mætti þar. Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir vegna fjárfestinga Póstsins í dótturfélögum. Afrit af því fást ekki afhent.

Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins

Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar.

Pólverjar frjósamari á Íslandi

Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega.

Sjá næstu 50 fréttir