Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi en talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári.

Velferðarnefnd vill auka vægi sjúkraflutningamanna utan spítala

Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Formfesta þannig samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum.

Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi

Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar.

Ný gatnamót á Sæbraut við Frakkastíg

Frakkastígur verður tengdur Sæbraut með nýjum gatnamótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum. Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu.

Tveggja stafa tölur í kortunum

Það má búast við allt að tíu stiga hita á nokkrum stöðum á landinu á morgun ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili

Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars.

Þjóðkjörnir fá ekki hækkun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað, með samþykki ríkisstjórnarinnar, þar sem hann leggur til tvær breytingar á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka

Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni.

Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“

Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér.

Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut

Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð.

Ákærður fyrir brot gegn barni

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gegn stúlku þegar hún var á aldrinum 13 til 15 ára. Um er að ræða þrjú brot sem ákært er fyrir en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Sjá næstu 50 fréttir