Fleiri fréttir

Ók á 149 kílómetra hraða

Hátt í þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Byggt við Íþróttahúsið á Hellu

Um er að ræða tvílyft hús úr límtré, klætt steinullareiningum með einhalla þaki við núverandi íþróttahús. Á neðri hæðinni verður áhaldageymsla en á þeirri efri verður líkamsræktaraðstaða sem tengist núverandi íþróttamiðstöð um göngusvalir í íþróttahúsi.

Vilja jafna vægi sveinsprófs og stúdentsprófs

Ráðherrann lýsti ánægju sinni með málið og segir það mikilvægt að fjölga útskriftarnemum á tæknisviði, ásamt því að undirstrika mikilvægi fólks sem hefur lokið námi við meira enn eitt fag á vinnumarkaðinum.

Mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláni til Kaupþings

Seðlabankastjóri segir meginniðurstöður skýrslu um neyðarlán bankans til Kaupþings 6. október 2008 þær að draga þurfi lærdóma af málinu. Ekkert bendi til þess að ráðstöfun lánsins hafi verið óeðlileg. Ákvörðunin hafi verið sk

Neyslurými gætu þurft að bíða

Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu.

Áskriftir fyrir 1,7 milljónir

Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess greiða 1,7 milljónir króna á ári fyrir áskriftir að fjölmiðlum.

Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun

Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu.

Færeyski forstjórinn bætti rör frítt

Björgunarskipi Ísfirðinga, Gísla Jóns, var fagnað í nýrri heimahöfn sinni um hádegi í gær. Það kom frá Bodö í Noregi. Stýrimaður á heimstíminu var Ásgeir Guðbjartsson.

Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara

Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið.

Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu

Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld.

„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“

Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti.

Beraði sig ítrekað fyrir stjúpdætrum sínum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að bera sig fyrir framan stjúpdætur sínar og fróa sér svo þær sáu til.

Sáttaumleitanir að fara út um þúfur

Litlar líkur eru taldar á að sáttir náist utan dómstóla milli ríkisins og þeirra er sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þrátt fyrir hækkuð tilboð stjórnvalda hefur einn hafnað því sem boðið er.

Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir formann Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að leyfa niðurrif sundhallarinnar ekki eiga aðild að málinu enda búi hann í 900 metra fjarlægð.

Sjá næstu 50 fréttir