Fleiri fréttir

Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.

Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt

Elíza Lífdís útskrifaðist sem búfræðingur og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu í fjórum greinum. Hana dreymir um að verða bóndi og leitar sér að búi til að taka við.

Verði öðrum vonandi víti til varnaðar

Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins.

Færri umsóknir en í fyrra

Umsóknir í háskólanám við Háskólann á Akureyri eru eilítið færri en árið á undan. Umsóknarfrestur í flesta háskóla landsins rennur út á morgun.

Allt að 15 stiga hiti

Sólin heldur áfram að skína á menn og málleysingja sunnan- og vestan lands í dag og gætu hámarkshitatölur náð á milli 12 og 15 gráðum að deginum.

Litlar sem engar breytingar á fylgi flokkanna

Fylgi flokkanna breytist lítið milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Voru breytingarnar á bilinu 0,1 til 1,1 prósentustig og teljast ekki tölfræðilega marktækar.

Langt þar til þingmenn komast í frí

Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá.

Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning

„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær.

Segir nýsamþykkta heilbrigðisstefnu marka tímamót

Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi í dag og er hún sú fyrsta sinna tegundar hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikil tímamót enda verið kallað eftir slíkri stefnu um árabil.

Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sextán ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar

Boðað til Báramótabrennu

Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar.

Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs

Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag.

At­kvæða­greiðsla um lengri þing­fund tók þrjú korter

Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld.

Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd

Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan.

Grillaði grillið

Eldur kom upp í garði í Vesturbænum í gær þar sem kviknað hafði hressilega í gasgrilli.

Stal fötum úr þvottahúsi í sameign

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan níu í gærkvöldi í Bústaðahverfinu í Reykjavík vegna þjófnaðar á fatnaði úr þvottahúsi í sameign fjölbýlishúss.

Rigning eða slydda norðan og austan til en sólskin syðra

Það má segja að gæðunum í veðrinu sé misskipt þessa dagana þar sem sólin leikur við íbúa sunnan og vestan til á landinu en fyrir norðan og austan er spáð rigningu eða slyddu og jafnvel snjókomu á fjallvegum.

Listamenn svara Ara

Stjórn Sviðslistasambands Íslands sendir frá sér yfirlýsingu.

Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum

Hraðamyndavélar lögreglu hafa ekki enn verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en göngin hafa verið opin nú í tæpt hálft ár. Framkvæmdastjóri segir stutt í að búnaður verði settur upp en ökumenn almennt löghlýðna í göngunum.

Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun

Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu.

Borgin sigrar sólarlottóið

Veðurfræðingur segir að borgarbúar geti búist við betra veðri í sumar en þeir fengu í fyrra og ástæðuna segir hann einfalda.

Fara heim daginn eftir aðgerð

Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð.

Sjá næstu 50 fréttir