Fleiri fréttir

Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri

Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu.

Tilkynnt um nakinn mann í Vesturbænum

Um klukkan hálf fimm í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um nakinn mann sem var staddur í húsagarði í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tafir hjá Reiknistofu bankanna tilkomnar vegna álags

Greiðslur frá Reiknistofu bankanna hafa tafist í dag vegna truflana. Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri segir í samtali við RÚV að mikið álag sé á kerfinu vegna einna stærstu mánaðamóta ársins.

Ný rennibraut og kaldur pottur í endurbættri Breiðholtslaug

Kulda- og rennibrautaróðir Breiðhyltingar og nærsveitungar þeirra geta tekið gleði sína á ný því í hverfissundlauginni, Breiðholtslaug við Austurberg, hefur verið tekinn í notkun kaldur pottur auk endurbættrar rennibrautar.

Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn

Forseti Golfsambands Íslands ver þá ákvörðun að halda mót styrkt af Ölgerðinni undir merkjum Egils Gull. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum gagnrýndu GSÍ harðlega. Farið að lögum og reglum, segir forsetinn.

Langar ræður bannaðar

Sögur er stórt verkefni margra stofnana sem gengur út á að hvetja krakka til lesturs, skapandi skrifa og verka. Afraksturinn verður metinn í sjónvarpssal annað kvöld.

Níðingur fær styttri dóm

Landsréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni úr sjö ára fangelsi í fimm og hálfs árs

Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld

Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2.

Fimm MR-ingar skipa eðlisfræðilandsliðið

Íslenskt landslið mun taka þátt í Ólympíuleikunum í Eðlisfræði (IPhO) sem fram fara í Tel Aviv í Ísrael 6. til 15. júlí næstkomandi. Mótið er árlegt mót fyrir afburðanemendur í eðlisfræði yngri en 20 ára.

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.

Þrír álftarungar á Árbæjarlóni

Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu.

Litríkt risaskemmtiferðaskip mætt til Íslands

Skemmtiferðaskipið Norwegian Getaway kom að Skarfabakka í Reykjavík í hádeginu í dag. Skipið er af stærri gerðinni, 145.655 brúttótonn og tekur rétt tæplega 4000 farþega.

Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi

Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum.

Kyrrðarjóga gegn kulnun

Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess.

Sigri hrósandi Miðflokksmenn fagna

Mikill fögnuður hefur brotist út í herbúðum Miðflokksins sem af stuðningsmönnum er talinn hafa komið í veg fyrir landráð.

Bað orðinu griða

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn.

Sjá næstu 50 fréttir