Fleiri fréttir

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Rannsókn á vettvangi lokið

Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Búist við hita yfir 20 gráðum á morgun og miðvikudag

Hæðarsvæði verður yfir landinu næstu daga og mun því fylgir hæglætisveður, víða léttskýjað og hlýtt í veðri, einkum inn til landsins, en sums staðar má gera ráð fyrir þokulofti við sjávarsíðuna með mun svalara lofti.

Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu.

Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður talað við Birgittu Jónsdóttur, sem gagnrýnir aðkomu íslenskra yfirvalda að skýrslutöku bandarísku lögreglunnar af Sigurði Inga Þórðarsyni.

Herjólfur á heimleið

Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.

Um fjórtán hundruð hundar á Víðistaðatúni um helgina

Sól og blíða var á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í dag þar sem um fjórtán hundruð hundar keppa á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands um helgina. Mismikið keppnisskap var í hundunum sem þó allir nutu sín í veðurblíðunni.

Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði

Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal.

Rætt um að Rauði krossinn haldi áfram rekstri sjúkrabíla

Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað.

Kannabisúrgangur fannst við Vífilsstaðarhlíð

Mikið magn sorps fannst við Vífilsstaðarhlíð nálægt Heiðmörk í gær en vegfarandi rambaði á úrganginn. Lögreglan telur sorpið vera úrgang undan kannabisræktun og staðfesti Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá höfuðborgarsvæðinu það.

Sjá næstu 50 fréttir