Fleiri fréttir

Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir

Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna.

Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram

Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri.

Landnámshænur vinsælar

Valgerður Auðunsdóttir á Húsatóftum rekur stærsta ræktunarbú landnámshænunnar á Íslandi með bónda sínum, Guðjóni Vigfússyni. Þau hafa opið hús á sunnudaginn.

Samráð verður um stjórnarskrá

Tveggja daga umræðufundur með þátttöku 300 Íslendinga verður haldinn í nóvember sem liður í samráði við almenning um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Týndur smali og bátur sem strandaði

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum.

Óttast að dýfan verði aðeins dýpri

Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna.

Safna varnarliðsmunum fyrir nýtt safn

Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar nú varnarliðsmunum en til stendur til að opna stærðarinnar sýningu um sögu varnarliðsins á næstu árum. Nú þegar hafa merkir munir safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði safnsins.

Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum

Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila.

Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum

Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar.

Enn ekkert spurst til Önnu Helgu

Enn hefur ekkert spurst til Önnu Helgu Pétursdóttur, 63 ára konu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær.

120 milljarðar í sam­göngu­fram­kvæmdir á höfuð­borgar­svæðinu næstu 15 árin

Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns

Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017.

20 stiga hiti á Snæfellsnesi

Óvenju hlýtt er núna á landinu, miðað við að komið er framundir lok septembermánaðar. Sunnanvert Snæfellsnes mælist hlýjasta svæði landsins í dag, samkvæmt tölum Veðurstofunnar.

Spilakassahjónin neita sök

Pólsk hjón sem sæta ákæru fyrir peningaþvætti neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja

Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Spá allt að 18 stiga hita

Veðurstofa Íslands spáir allt að 18 stiga hita vestan lands í dag þegar best lætur. Þá ætti hann að hanga þurr á Norður- og Vesturlandi en á Austfjörðum og Suðausturlandi verður vætusamt.

Flutningshringekja kallar á alvarlega athugun Fiskistofu

Í bréfi til Fiskistofu leiðbeinir ráðuneyti sjávarútvegsmála um fyrirkomulag stjórnunar fiskveiða. Vill ráðu­neytið að Fiskistofa kanni hvort afturkalla eigi þær ólögmætu ákvarðanir sem flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er.

MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna

Þrjú mál sem varða meint vanhæfi dómara við Hæstarétt eru komin til efnislegrar meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Málin varða fyrrverandi eigendur eða lykilstarfsmenn allra föllnu bankanna. Dómstóllinn hefur sent fyrirspurnir til stjórnvalda um fjárhagslega hagsmuni sex dómara við Hæstarétt.

Sjá næstu 50 fréttir