Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 08:39 Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram "í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess? Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess?
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03