Fleiri fréttir

Stútur ók á felgunni og endaði upp á hringtorgi

Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaði í gærkvöldi og í nótt vegna grunns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn slíkur hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum og annar var aðeins 17 ára.

Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins

Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári.

Æxli endir á þróun

„Til að skilja uppruna krabbameinsins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum áður en krabbameinið breytir öllu umhverfinu,“ segir Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í erfðafræði við Cambridge-háskóla.

Tekinn með kókaín á Spáni

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona á Spáni með mikið magn af kókaíni. Maðurinn var á leiðinni til Íslands. Lagt hefur verið hald á mikið kókaín á þessu ári og er verðið lágt.

Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings

Undirnefnd sem fjárlaganefnd skipaði vegna nýs samnings ríkisins við Þjóðkirkjuna telur að óska þurfi eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um samninginn. Ríkisendurskoðun meti hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál.

Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk

Nýlega var stofnaður íslenskur stuðningsmannaklúbbur Athletic Bilbao. Formaðurinn segir að menningin muni spila stóra rullu, líkt og hjá liðinu sjálfu. Hann hefur fulla trú á að liðið geti á ný aftur keppt viðp risa spænskrar knattspyrnu.

Vilja koma Hrísey á kortið

Stefnt er að því að blása til sóknar til þess að markaðssetja Hrísey sem áfangastað fyrir innlenda ferðamenn. Ný könnun sýnir að margir Íslendingar sjá ekki neina ástæðu til þess að heimsækja eyjuna.

„Það sendu bara allir nektarmyndir af sér“

Ung kona sem varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi á netinu segir að það hafi verið algengt að krakkar sendu hvert öðru nektarmyndir og myndbönd þegar hún var í grunnskóla. Hún tók þátt í því eins og flestir aðrir og lenti í því að vera hótað með dreifingu nektarmynda myndi hún ekki halda áfram að senda myndir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Meintum leka fyrrverandi starfsmanns Seðlabankans til fréttamanns RÚV um Samherjamálið hefur verið vísað til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu

Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins.

Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga

Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi á síðustu árum nema í sveitarfélaginu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála býr. Það er Hrunamannahreppur en Sigurður Ingi býr á bænum Syðra Langholti.

Íbúð alelda í Reykjanesbæ

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar.

Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti

Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða.

Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri

Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn.

Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglumaður er sakaður um að hafa hindrað framgans máls sonar síns sem var kærður fyrir of hraðan akstur, Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir