Fleiri fréttir

Veðurviðvaranir um nær allt land

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæms veðurs í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður ekkert ferðaveður.

Sund­laugar og í­þrótta­hús lokuð á morgun

Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir.

Sauðburður hafinn í Fljótshlíð

Góa og Týr eru fyrstu lömbin, sem vitað er um að hafði kominn í heiminn síðustu daga en mamma þeirra, kindin Ramóna bar þeim þriðjudaginn 10. mars. Fjölskyldan býr í fjárhúsinu á bænum Grjótá í Fljótshlíð. Fjórir hrútar koma til greina sem feður lambanna.

Rifbeinsbrotin vegna krabbameinsæxla en sagt að grenna sig

Dóttir konu sem lést úr krabbameini segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa skert verulega lífsgæði móður sinnar síðustu fimmtán árin sem hún lifði. Samtök um líkamsvirðingu safna nú sögum af fitufordómum í heilbrigðiskerfinu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atvinnulífið mun þurfa að taka tillit til þeirra raskana sem verða á skólastarfi vegna samkomubannsins sem tekur gildi á miðnætti. Fjallað verður ítarlega um áhrif samkomubannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lóan er komin

Lóan er komin, mögulega að kveða burt snjóinn.

171 staðfest smit

Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi.

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.

Hundruð manna bjóða náunganum aðstoð

Um átta hundruð manns bjóða náunganum aðstoð á síðunni Hjálpum fólki í áhættuhópi. Fólk býðst meðal annars til að fara í búðir og apótek fyrir fólk. 

Íslendingar komast enn til og frá Noregi eftir lokun

Ríkisborgarar EES-ríkja, þar á meðal Íslendingar, og fjölskyldur þeirra sem eru búsett eða starfa í Noregi geta áfram komið til landsins eftir að landamærunum verður lokað á morgun. Sendiráð Íslands í Osló segir að Íslendingar í Noregi komist einnig úr landi eftir lokunina.

Stjórnmálaflokkar fari ekki í kapphlaup um athygli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum.

Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum fram á þriðjudagskvöld

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun vegna norðaustan stórhríðar á Vestfjörðum sem á að hefjast í nótt og standa fram á morgundaginn. Ekkert ferðaveður verður þar frá því í nótt og fram á þriðjudag

Nágrannar björguðu íbúa úr eldsvoða á fimmtu hæð

Eldur kviknaði í íbúð á fimmtu hæð á horni Kaplaskjólsvegar og Ægisíðu í Reykjavík seint í kvöld. Ein manneskja var inn í íbúðinni en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hennar að svo stöddu.

Staðfest tilfelli nú orðin 161 talsins

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella er því 161.

Mikilvægt að skólarnir hafi sveigjanleika í aðstæðum sem þessum

Samráðshópur vinnur nú að því að útfæra framkvæmd í námi og kennslu í skólum við þær aðstæður sem skapast hafa í íslensku samfélagi vegna kórónuveirunnar. Menntmálaráðherra segir of snemmt að segja til um hvort skólaönnin muni dragast á langinn inn í sumarið.

Níutíu nemendur við FSU í sóttkví ásamt skólameistara

Tæplega 100 nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru nú í sóttkví eftir að kennari skólans greindist með kóróvaveiruna. Verknámskennsla fer fram í skólanum um helgina áður en honum verður lokað í fjórar vikur.

Sjá næstu 50 fréttir