Fleiri fréttir

Jóhann Gunnar kjörinn varaformaður BHM

Lögfræðingurinn Jóhann Gunnar Þórarinsson hefur verið kjörinn nýr varaformaður Bandalags Háskólamanna (BHM). Jóhann bar sigurorð af Guðfinni Þór Newman í rafrænni kosningu á aðalfundi félagsins.

Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu

„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Ofboðið og langar að komast aftur í skólann

Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í þúsund manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun.

Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum

Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin.

Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði

Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári.

Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra

Þingmenn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmaður utan flokka vilja slá allar launahækkanir af til þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið. Ef ekkert verður að gert kemur leiðrétting á launum þessa hóps fram um næstu mánaðamót og önnur launahækkun til útgreiðslu í júlí.

Missti báða for­eldra sína vegna Co­vid-19

Pétur Reynisson hefur stigið mörg þung skref síðustu vikurnar en hann gekk í gegnum það erfiða hlutskipti að missa báða foreldra sína vegna Covid-19 faraldursins nú á dögunum.

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Margir kvíðnir vegna ástandsins

Engin er nú á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins sem er í mikilli rénun. Andleg vanlíðan hefur hins vegar aukist vegna afleiðinga faraldursins.

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair ætlar að segja upp ríflega tvö þúsund manns nú fyrir mánaðamótin, sem er langstærsta hópuppsögn í sögu Vinnumálastofnunar.

Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur

Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur.

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.

Sjá næstu 50 fréttir